Eplakakan hans Simma frænda.

 

Takk Simmi minn og Sigrún fyrir þessa góðu uppskrift sem ég set hér inn til þess að týna henni ekki.

  • 125 gr. mjúkt smjör
  • 125 gr. sykur
  • 1 egg
  • 125 gr. hveiti
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 3 epli
  • 1/2 dl. rúsínur
  • kanill og sykur
 Stilla ofninn á 175-200°C
Þeyta sykur og egg saman í skál, bæta smjöri út í og blanda vel saman með sleif. Setja síðan hveiti og lyftiduft og svo síðast rúsínur.
Afhýða eplin og skera í þunna báta.
Smyrja form og raða helmingnum af eplunum í botninn og strá kanilsykri nett yfir. – (Það er heldur ekkert verra ef til er marsipan, að raspa það aðeins ofan á eplin – RJ)  Dreifa síðan deiginu vel yfir eplin. Restinni af eplunum er svo raðað ofan á deigið og kanilskykri stráð yfir.
Baka í 30 mínútur í miðjum ofni. Borið fram með þeyttum rjóma, ís og/eða sýrðum rjóma.