Hjónabandssæla Nýja uppskriftin.

Efni:
100 gr. Hafragrjón
100 gr. Hveiti
80 gr. Púðursykur
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. Kanill
120 gr. Lint smjörlíki eða smjör.—–Sulta, ber eða sulta og epli. 

Ath. Það er mjög gott að setja frosna berjablöndu eða hindber á milli og skvetta smá hlynsýrópi yfir. Í þessu eins og svo mörgu verður hugmyndaflug hvers og eins að ráða útkomunni.

Aðferð:
Öllum þurrefnunum blandað saman  og smjörlíkið mulið í.
Hnoðað í vél eða í höndum.
Rúmlega helmingur deigsins er settur í botninn á smurðu formi. Sultan, eða annað sem á að vera inní er sett ofan á og síðan er restin af deiginu mulin yfir.
Bakað í 25 – 30 mínútur við
170°C hita.
 

Þetta er mjög góð hjónasæla og ekki verra að hafa ís eða þeyttan rjóma með. Ummmm.