Rúllutertubrauð með eplum og baconi.

Rúllutertubrauð, best frá Ragnarsbakaríi.

Smjörva smurt yfir og síðan þunnu lagi af Dijon sinnepi.

Steikja bacon sem hefur verið smátt skorið (best að klippa það smátt) því stráð yfir.

Skera gul eða græn epli niður með ostaskera (Jonagold er líka fínt).

Eplin sett yfir sinnepið og rifnum osti stráð yfir í restina.

Brauðinu er rúllað upp, penslað með smjöri og hitað í ofni í 10 ? 15 mínútur.