Kardemommubollur

Efni:

5 dl. Volgt vatn

½ dl. Hveitiklíð *1

1 dl. Sykur

2 msk. olía

1 tsk. Salt

2 ? 3 tsk. Muldar kardimommur

8 ? 10 dl. Hveiti

5 tsk. Þurrger (1 bréf)

1,5 dl. Rúsínur.

*1 Það er gott að blanda saman hveitiklíði og hveitikími en hafa magnið samtals um

½ dl.

Aðferðin er hér til hliðar en einnig má hrista þetta saman í hnoðskálinni og láta lyfta sér eins og venja er. Nota síðan bláa Tupperwarebikarinn til að móta bollurnar.

Aðferð:

Í skál er sett vatn, hveitiklíð, sykur, olía, salt og kardimommur og blandað vel. Hluti af hveitinu, þurrgerið og rúsínurnar sett út í og hrært vel. Hveiti er bætt við þar til deigið er orðið hæfilega þykkt. Látið lyfta sér í skálinni á hlýjum stað í eina klukkustund. Hnoðað vel á hveitistráðu borði og hveiti bætt við ef þarf. Deginu er skipt í 4 parta og mótuð lengja úr hverjum parti sem síðan er skipt í 10 bita. Bollur mótaðar úr bitunum og raðað á bökunarplötu. Látið lyfta sér að nýju á hlýjum stað í 15 ? 20 mínútur.

Bakað í miðjum ofni við 225°C í 15 mínútur.