Kindakæfa Rögnu á Akureyri.

Þessa frábæru uppskrift af kindakæfu fék ég hjá Rögnu Magnúsdóttur tengdamömmu Guðbjargar . Þetta er hennar hugarsmíð og í fyrsta skipti sem hún er sett á blað.
Kindakæfa Rögnu á Akureyri.
Kindakjötið soðið og látið kólna, Fitan skorin frá að mestu. Laukurinn soðinn með  í smá stund (c.a. 6 – 7 laukar )Það fer eftir kjötmagni hve mikið er notað af lauk, ef kjöthakkið er hátt í hrærivélarskál þá er mátulegt að hafa svona 6 – 7 stk.)
Krydda  með salti, pipar, aðeins af papriku, season all og aromat. Smakka þetta þangað til rétt bragð fæst og þynna með soði eftir þörfum.