Ísinn og marenstertan,

Jólaísinn.

Efni:
4 eggjarauður
1 dl. Sykur
½ lítri rjómi.
Kalúa líkjör
Súkkulaðibitar eða spænir
Aðferð:
Eggjarauður og sykur þeytt saman
Þeyttum rjómanum blandað samanvið
Líkjör, súkkulaðibitum eða öðru blandað út í til bragðbætis.
Fryst í Tupperwarehring.

 

Marensterta út eggjahvítunum.

4 eggjahvítur
200 gr. Sykur
Döðlur
Súkkulaði
Eggjahvítur og sykur stífþeytt og smátt skornar döðlur og súkkulaði-bitar látnir samanvið.
Bakað á bökunarpappír við 150° í
45 mínútur.
Kakan er sett saman með rjóma og gott að setja ananaskurl saman við rjómann. Eða aðra frísklega ávexti og kannski aðeins smátt brytjað súkkulaði.