Barbeque kjúklingur

Efnið:

1 ? 2 kjúklingar í bitum

2 dl. Hunts barbecue sósa (Hunangs)

½ dl. Soya sósa ( má vera meira eða minna, eftir smekk)

1 dl. Apríkósusulta

100 gr. Púðursykur ( Ég hef minnkað aðeins púðursykurinn)

1 peli rjómi.

Aðferðin:

Efnið í sósuna sett í pott og hitað að suðu.

Léttsteikja kjúklingabitana. ( Það má setja þá ósteikta í formið en betra er að steikja þá áður).

Sett í eldfast form og sósunni hellt yfir.

Bakað við 200° í c.a. 60 mínútur.

Borið fram með hrísgrjónum og hrásalati