Hollráð við kvefi.

Seyði af lakkrísrót:

Lakkrísrótin soðin og kæld tekin ein og ein skeið

Tee-Tree gufa:

Setja nokkra dropa af Tee Tree olíu í sjóðandi vatn og anda því að sér undir handklæði.

Portúgalskt ráð:

Skera gulrætur í þunnar sneiðar og setja í lögum með púðursykri á milli. Láta standa yfir nótt og fá sér svo eina og eina skeið af leginum sem kemur af þessu.

Galdrasafi nöfnu minnar á Akureyri :

2 hvítlauksrif, söxuð

1 msk. ferskur engifer saxaður (eða 1 tsk. Engiferduft)

1/3 tsk. Cayenne pipar

1 kreist sítróna

1 líter sjóðandi vatn.

Þetta er sett í t.d. hitakönnu og sjóðandi vatninu hellt yfir. Látið standa í klukkutíma eða lengur. Síað og drukkið.

Það má geyma þetta í ísskáp og hita aftur.

Þessi mun vera mjög kröftug og góð og fær góð meðmæli.