Rúllutertubrauð með sveppaosti, aspas og skinku.

Efni:

250 gr. Sveppaostur

¼ – ½ dós Aspas.

200 gr. Skinka

3 matsk. Mayones

Súrmjólk

Rifinn ostur

Paprikuduft.

———————

Hitað í ofni við 200°í 10 ? 15 mín. eða þar til osturinn er bráðnaður.

Aðferð

Osturinn settur í pott ásamt aspassafanum (ath. ef notuð er ½ dós þá má ekki setja allan safann svo þetta verði ekki allt of blautt). Hitað þar til bráðnað. Tekið af plötunni.

Smátt skorin skinkan og aspasinn sett út í ostahræruna og smurt á rúllubrauðið og því rúllað upp.

Mayonesi og súrmjólk blandað saman og penslað ofaná brauðið , rifinn ostur settur yfir og paprikudufti stráð yfir.