Heitur rækjuréttur

1 pk. Savory hrísgrjón ? GOLDEN ? soðin (fæst í Hagkaup í Skeifunni)

2-3 bollar rækjur

1 box sveppir saxaðir (eins er hægt að nota sveppi úr dós)

4 msk. Mayoneese

1 tsk. Karrý

1 peli rjómi

1 dós sveppasúpa frá Campell

Brauð

Aðferð:

Tæta niður brauð í botn á elduföstu móti (t.d. heilhveitibrauð, má vera með skorpunni)

Láta soðnu grjónin yfir brauðið.

Blanda mayoneese, karrý, rjóma og súpu saman og hræra rækjunum og sveppunum saman við.

Hella jukkinu yfir hrísgrjónin og síðast er rifinn ostur settur yfir.

Baka í ca. ½ tíma í ofni við ca. 200°C.