Fiskigratín – mjög gott.

800 gr. Ýsuflök
1 vænn laukur
6msk. Sweat relish
6 msk. Ananaskurl
2 tsk. Karrí
Salt eftir smekk
Rifinn ostur eftir smekk.
Sósa:
4 msk. Smjörlíki
3 msk. Hveiti
3 dl. Mjólk
1 dl. Ananassafi
Salta örlítið.

Fiskurinn steiktur aðeins á pönnu, einnig laukurinn við lagan hita þar til hann er glær.. Kryddað með Karrí og sett í eldfast mót. Sweat relish og ananasinn sett yfir, saltað og uppbakaðri sósunni hellt yfir.
Rifinn ostur eftir smekk stráð yfir í lokin.
Bakað í 15. mínútur við 200°Borið fram með hrísgrjónum, og grænmetis eða ávaxtasalati og kartöflum ef vill.  Snittubrauð er líka ágætt að hafa. Allt eftir smekk hvers og eins.