Appelsínukaka – úr norsku blaði.

 

300 gr. Smjör
400 gr. Sykur
4 egg
1 dl. Mjólk
½ dl. Appelsínusafi
Rifinn börkur af 1 appelsínu
2 tsk. Lyftiduft
320 gr. Hveiti
2 tsk. Vaniullusykur eða dropar.
50 gr. Rifið dökkt súkkulaði. 

KREMIÐ OFAN Á:
125 gr. Smjör
4 dl. Flórsykur (melis)
2 tsk. Vanillusykur100 gr.
Hvítt súkkulaði
½ dl. Appelsínusafi og rifið hýði af 1 appelsínu.

Smjör og súkkulaði hrært saman þar til það er ljóst og létt. Eggjunum bætt í, einu í senn og hrært vel.Vökva og þurrefnum hrært í til skiptis og að lokum rifna appelsínuhýðið.
Mælt með að baka í formi sem er 26cm x 36 cm.
Hökkuðu súkkulaðinu stráð yfir degið og kakan síðan bökuð í miðjum ofni við 180°í ca. 40mín.

KREMIÐ:
Smjöri, sykri, vanillusykri og appelsínudjús hrært vel saman.
Súkkulaði brætt í vatnsbaði eða í örbylgjuofni og því síðan hrært vel í blönduna.
Kremið smurt yfir kökuna og rifnum appelsínuberki stráð yfir.
—–
Okkur fannst þessi kaka alveg sérstaklega góð. Ég á eftir að prufa hvort það er ekki líka gott að baka þetta sem muffins.