Snælurnar hennar mömmu

Þessum litlu snúðum, sem mamma mín kallaði snælur, man ég eftir frá fyrstu bernsku minni og alltaf eru þeir jafn góðir.

500 gr. Hveiti
180 gr. Smjörlíki
160 gr. Sykur
2 tsk.   Lyftiduft
½ tsk.   Hjartasalt
½ tsk.   Sódaduft
1 tsk.    Kardemommur
1 egg
Mjólk eftir þörfum.

Þurrefnunum blandað saman í skál, smjörlíki mulið og hnoðað saman við, vætt með eggjunum og mjólkinni,  sem sagt venjul. hnoðað deig.
Deigið flatt út  í hæfilega stærð, sulta smurð yfir og kanelsykri stráð yfir sultana.
Rúllað upp og skorið í sneiðar.
Ath. að þegar deigið er flatt út er hægt að ákveða hve stórir snúðarnir eiga að verða.
Bakað við 200 ° þar til það er fallega ljósbrúnt.