Biscotti

Efni: Aðferð:

2 egg

 

1 bolli flórsykur

 

1 tsk. Vanilludropar

 

½ tsk. Möndludropar

(eða eftir smekk)

1 ½ bolli hveiti

 

1 tsk. Lyftiduft

 

1 tsk. Salt

 

1 bolliheilar hýðislausar möndlur

 

½ – 1 bolli dökkir súkkulaðibitar.

 

 

Athugasemd RJ.

 

Ég veit ekki hvernigþetta geymist. Þetta er nefnilega svohættulega gottmeð sterku góðu kaffi, að það klárast strax og ekkert er til að geyma.

 

Egg og sykur þeytt vel saman. Dropunum bætt í síðan þurrefnunum. Heilar möndlur og súkkulaðibitar settir út í deigið og hnoðað með.

 

Mótuð brauðlaga lengja, ekki of þykk. Bakað í 25 mínútur við 180°c. Tekið úr ofninum og látið kólna í 5 mín. Skorið varlega í þunnar sneiðar, skáhalt í brauðið. Lagt á ofnplötuna og bakað í 10 mínútur, snúið og bakað í 5 mínútur á seinni hliðinni.

 

Látið kólna.

 

Borið með og dýft ofaní sterkt gott kaffi.

 

 

 

.