Kjúklingasalat

Kjúklingasalat – einfalt og gott
(fyrir 5-6)
6 litlar kjúklingabringur
Hunts barbequesósa
Krydd, hvítlaukssalt eða annað gott krydd
Salat:
1 poki af ítölsku salati
Ca ¼ af salathaus
2 avocado
½ gúrka
1 box kirsuberjatómatar
1 box jarðarber
Fetaostur – tæpl. ein krukka
½ rauðlaukur – skorinn frekar smátt
50 g furuhnetur – ristaðar
Tortillas flögur (plain bragð) eða Dorritos, ca 1/3 úr poka
Sósa:
Olía – gott að nota olíuna af fetaostinum
Balsamic edik
Sinnep – sterkt
Hlyn síróp
2 hvítlauksrif – marin

Aðferð við samsetningu salatsins:
1. Grænmeti skorið niður og sett í skál.
2. Kjúklingur skorinn í litla bita – snöggsteiktur á pönnu.
Barbeque sósu hellt yfir (bara lítið) og látið malla í smá tíma.
Sósan látin leka af kjötinu.
3. Tortillas flögur muldar létt – settar yfir salatið.
4. Kjúklingurinn (volgur) og jarðarberin koma þar á eftir og sósan síðust.
Tortillas flögurnar, kjúklingurinn og jarðarberin eru sett yfir salatið rétt áður en rétturinn er borinn fram.

Verði ykkur að góðu!