Hamborgarhryggur

UPPSKRIFT AÐ HAMBORGARHRYGG.

 

Þessi uppskrift var í Mbl. um jól 2004. Eftir að hafa prufað hana og aðlagað að minni fjölskyldu, þá var ákveðið að þetta yrði framtíðaruppskriftin að jólamatnum.

Fyrir 8:

2 ? 2 ½ kg. hamborgarhryggur á beini

2 lárviðarlauf

kalt vatn

5 svört piparkorn

Aðferð:

Hryggurinn settur í pott ásamt laufunum og piparkornunum, köldu vatni hellt yfir þannig að fljóti vel yfir. Suðan látin koma hægt upp og soðið við væga suðu í u.þ.b. 40 mínútur en þá er potturinn tekinn af og kjötið látið standa í soðinu í hálfa klukkustund en þá er hryggurinn skorinn af beininu, settur í eldfast mót, karamelluhjúpnum hellt yfir og kjötið bakað í 170° í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til karamellan er fallega gullin.

 

Karamelluhjúpurinn:

1 1/4bolli sykur

2 1/4msk. sítrónusafi

2 1/4msk. tómatsósa

11/4msk. sætt sinnep

½- 1 dl. rjómi

Sykurinn bræddur ásamt sítrónusafanum á heitri pönnu þar til blandan fer að brúnast þá er tómatsósunni, sinnepinu og rjómanum blandað saman við og allt soðið saman í nokkrar mínútur eða þar til blandan er orðin hæfilega teygjanleg eins og karamella. Athugið að nota ekki allan hjúpinn á kjötið þar sem við þurfum u.þ.b1 dl. desilítra í sósuna.

 

Þá kemur Coca cola sósan sósan sem sló í gegn hjá okkur öllum:

1 dl. karamelluhjúpur

1 lítil kók

5 dl. soð af hamborgarhryggnum

kjötkraftur

sósujafnari

1 ? 1½ dl. matreiðslurjómi

pipar

örl. Sósulitur

 

Karamellan og kókið, ásamt soðinu af kjötinu soðið vel niður áður en sósan er smökkuð til, hún síðan lituð og þykkt. Þegar það er búið er rjóminn settur samanvið og sósan soðin í fimm til tíu mínútur við væga suðu eða þar til fallegum gljáa er náð.

 

Meðlæti:

Nýsoðið grænmeti, t.d. brokkolí, heimasteikt rauðkál , rauðrófur og pönnusteiktar kartöflur (aðeins sýróp eða Agave og smá smjör)

eða kartöflubátar steiktir í ofni. Í stað grænmetisins er gott að hafa Brokkolíbakstur og svo auðvitað rjómasalatið með eplum o.fl.

Brúnaðar kartöflur upp á gamla mátann með sykri passa ekki vel, því sósan er sæt og einnig karamellan á kjötinu.

 

Þessa uppskrift er einnig hægt að nota með bayonneskinku.