Ferskir salatdagar

Ferskir salatdagar
Salatblanda með mangósósu
tómatar
agúrka
beikon
ostur (stífur)
ólífur
hvítur laukur
paprika
harðsoðin egg

Mangósósa:
1 mangó
2 tsk. sítrónusafi
2 tsk. hunang
1 tsk. sinnep
6 msk. rjómi

Skerið mangóið í mjög litla bita og hellið sítrónusafanum yfir þá. Þeytið rjóma, sinnep og hunang saman þar til það er létt og ljóst. Blandið þá mangóinu saman við.

 

Salatblanda með balsamediki
fetaostur
tómatar
paprika
hvítur laukur
sólþurrkaðir tómatar
olía
balsamedik

Skerið grænmetið niður og blandið saman. Blandið svo olíunni og balsamedikinu saman við.

 

Stíf salatblanda með franskri sósu
kirsuberjatómatar
rauðlaukur
gúrka
gulrætur
avókadó
græn vínber

Frönsk sósa:
1 tsk. salt
1 tsk. pipar
1 tsk. sinnepsduft (korn)
6 msk. sítrónusafi
2 dl ólífuolía

Skerið niður grænmetið og blandið saman. Blandið svo öllu hráefninu í sósunni nema olíunni vel saman. Þeytið olíuna að lokum saman við blönduna.

Gott er að hafa þetta með léttelduðu lambakjöti, kjúklingi í strimlum eða rækjum og sveppum.