Vínarbrauð mömmu

Efni:   
500 gr. Hveiti
180 gr. Smjörlíki
160 gr. Sykur
2 tsk.   Lyftiduft
½ tsk.   Hjartasalt
½ tsk.   Sódaduft
1 tsk.    Kardemommur
1 egg
Mjólk eftir þörfum.
Aðferð:
Þurrefnunum blandað saman í skál, smjörlíki mulið og hnoðað saman við, vætt með eggjunum og mjólkinni,  sem sagt venjul. hnoðað deig.
Deigið flatt út  í hæfilega stærð, sulta smurð yfir og kanelsykri stráð yfir sultana. Rúllað upp og skorið í sneiðar.
Ath. Þegar deigið er flatt út er hægt að ákveða hve stórir snúðarnir eiga að verða þegar deigið er rúllað upp.  
Bakað við 200 ° þar til það er fallega ljósbrúnt.