Kartöflumús – bökuð í ofni.

Bökuð Kartöflumús – án ábyrgðar.

 

Þessa gömlu handskrifuðu uppskrift fann ég aftur eftir að hún virtist glötuð í mörg ár og set hana hér inn svo ég týni henni ekki.  Þó hún sé mjög ónákvæm og ófullkomin, þá notaðist ég við hana í gamla daga og okkur fannst gott það sem kom út úr þessu. Én nú verð ég að byrja upp á nýtt og reyna að fá vitræna uppskrift út úr þessu til þess að geta haft þetta sómasamlegt hérna með öðrum uppskriftum.  Það dugar ekkert slump á svona vef. .

 

Kartöflur  fyrir svona fjóra til fimm fullorðna.

3 eggjarauður

3 msk. Smjör

Salt

Vatn

3 – 5 msk. Rjómi.

 

Kartöflurnar soðnar, flysjaðar og stappaðar.

Smjörið og saltið hrært vel saman við.

Eggjunum hrært rösklega saman við ásamt rjóma og vatni – gott að hræra í hrærivél eða með písk. Þetta á að vera frekar þunnt – en ekki lapþunnt -. Sett í eldfast form ca. 3 – 4 cm djúpt.

Bakað í ofni við 250° þar til þetta hefur lyft sér og orðið ljósbrúnt.