Blúndukökur

Það er mjög gott að eiga þessar kökur til að útbúa úr þeim rjómakökur. Þá eru lagðar tvær saman með rjóma á milli, en auðvitað er líka hægt að hafa bara rjómann sér þá getur hver og einn ráðið hvort hann vill með rjóma eða ekki.  Einnig er hægt að vefja þeim í kramarhús og láta þær kólna þannig. Síðan má setja rjóma í kramarhúsið. Hugsanlega má bæta einhverju í rjómann, t.d. súkkulaðispænum, ávöxtum eða öðru. Sem sagt ýmsir möguleikar

1 bolli Sykur
1 bolli Haframjöl
1 bolli Hveiti
175 gr. Smjör eða smjörlíki
1 tsk. Lyftiduft
¼ bolli Sýróp
¼ bolli Rjómi
Vanilludropar.
1.Þurrefnunum blandað saman í skál
2. Bræddu smjöri (smjörlíki), sýrópi, rjóma og vanilludropum hrært saman við.
3. Sett með teskeið á plötu.Baka við 180° í ca. 5 – 7 mín.
Mér hefur fundist betra að baka eina plötu í einu í miðjum ofni,  á blæstri eins og allt sem ég baka.Ath:
Kökurnar renna talsvert mikið út og verða þunnar. Taka þær mjög varlega af plötunni ekki alveg um leið og hún er tekin úr ofninum. Láta nokkrar sekúndur líða.

Skildu eftir svar