Hálfmánar

Þetta er eldgömul uppskrift frá mömmu minni.

Efni: Aðferð:
500 gr. Hveiti
300 gr. Smjör/smjörlíki
250 gr. Sykur
1 egg
Tæp tsk. Hjartasalt.
Deigið er hnoðað vel.
Flatt út og skorið í litlar kringlóttar kökur með hringformi. Fallegt ef formið er laufað í kring.
Sveskjusulta, (helst sem maður sýður beint sjálfur) eða önnur sulta smurð á hverja köku og síðan er öðrum helmingnum hvolft yfir hinn svo úr verður hálfmáni.Mjög góðar þegar maður hefur góðan tíma til að dútla við baksturinn.

Skildu eftir svar