Monthly Archives: júlí 2006

Ekki þarf nú mikla hvatningu.

Ég þarf nú ekki mikla hvatningu til að stökkva út úr rammanum og slá til þegar eitthvað skemmtilegt býðst. Eins og annar tengdasonurinn, Magnús Már segir frá á vefnum sínum þá var farið í Sælukot föstudaginn 22.júlí. Ég var búin … Continue reading

1 Comment

Sumarið komið ekki tími til að blogga í bili.

Það hefur verið nóg að gera eftir að sumarið kom. Ég hef verið að laga til í kringum mig, þvo gluggana, slá og koma betra lagi á garðinn hjá mér.  Haukur er enn fyrir austan svo nú verður maður að … Continue reading

4 Comments

Það er eins og gerst hafi í gær.

Ég man þennan dag árið 1979 eins og hann hafi verið í gær. Veðrið þá var yndislegt eins og veðrið er í dag. Þetta var dagurinn sem hún  Sigurrós mín kom í heiminn.  Það gekk nú ekki þrautalaust fyrir sig, … Continue reading

6 Comments

Tími til að kætast.

Um fimmleytið í gær for að rofa til á himninum enda hafði þá allt regn himinsins hellst yfir okkur og ekki meira eftir – alla vega ekki í bili.  Kannski að kirkjuferðin mín hafi haft svona góð áhrif eða kvartið … Continue reading

2 Comments

Stress og ekki stress.

Þegar ég vaknaði í morgun þá tók ég þá ákvörðun að skreppa í messu og stóð við þá ákvörðun mína og fór í morgunmessu í Selfosskirkju til Gunnars Björnssonar. Það hafa nú oft verið fleiri í messu en í dag … Continue reading

2 Comments

Vildi ekki skipta.

Hún Þórunn vinkona mín í Portúgal veltir réttilega fram þeirri spurningu hérna í orðabelgnum, hvað sé gott veður? og hvað sé slæmt veður? Hún bendir á að þegar allt sé að fara á flot vegna rigninga hjá okkur þá sé … Continue reading

3 Comments

Æ, það er svo leiðinlegt að vera neikvæður.

Ég sá það strax og ég var búin að lesa sjálf rigningarkvörtunarpistilinn minn, að ég vildi ekki láta svona neikvæðan pistil standa lengi svo ég ákvað að finna eitthvað skemmtilegra til að skrifa um og viti menn það reyndist af … Continue reading

3 Comments

Hún á afmæli hún Erna, hún á afmæli í dag.

Til hamingju með daginn elsku Erna mín. Hún Erna systurdóttir mín á afmæli í dag og vonandi skín sólin glatt á Bornholm þar sem hún býr. Ég man alltaf eftir því þegar hún fæddist. Ég var aðeins 7 ára og … Continue reading

Leave a comment

Að smíða sér örk..

Svei mér þá, ég var að hugsa um það í morgun að líklega væri öruggast að hefja undirbúning að því  að því að smíða sér örk eins og hann Nói blessaður var svo fyrirhyggjusamur að gera og mér finnst að … Continue reading

Leave a comment

Norður-austur og heim aftur.

Þá er best að snúa sér að ferðasögunni. Við ókum norður í samfylgd Guðbjargar og Magnúsar Más. Við lögðum snemma af stað því fyrstu helgina í júlí er alltaf mikil umferð á þjóðvegunum. Við höfðum nú lúmskt gaman af því … Continue reading

6 Comments