Monthly Archives: ágúst 2006

Getur verið að veturinn sé að koma???

Mikið rosalega var kalt í morgun, hitinn á mælinu norðan megin var rétt yfir 5°um áttaleytið . Við fundum reyndar í gær hvað það var farið að kólna í lofti. við vorum nefnilega úti að mála grindurnar á pallinu og … Continue reading

5 Comments

Saumaklúbbsferðin

Ég var svo spennt að fara í sumarbústaðinn með saumaklúbbnum að ég var búin að pakka dótinu mínu í bílinn á föstudagskvöldið. Það var svo sem ekki mikið sem þurfti að taka með sér nema sæng og tannbursta en svo … Continue reading

4 Comments

Gaman, gaman

Það stendur mikið til hjá mér um helgina þegar við stelpurnar í saumaklúbbnum (ég er sko yngst)  förum saman til einnar í sumarbústað og ætlum að gista. Vonandi eru engir bústaðir mjög nálægt því þá þyrfti að vara fólk við … Continue reading

1 Comment

Græni liturinn.

Nú er komið að því að sýna ykkur litinn á pallinum hjá mér. Hvernig finnst ykkur nú hafa til tekist? Birtan er nú þannig á þakinu á þessari mynd, að það sést ekki vel græni liturinn á því en hann … Continue reading

5 Comments

Hvílíkir pjakkar.

Já það var mikið um að vera í Grundartjörninni í dag þegar þar var haldin sjóræningjaveisla. Eftir hádegið fylltist sem sé allt af sjóræningjum svo það lá við að amma yrði smeik. Það varð úr að Magnús Már, sem er … Continue reading

3 Comments

Ömmustubburinn 7 ára í dag 22. ágúst.

Ömmustubburinn minn hann Oddur Vilberg á afmæli. Það verður nóg að gera hjá honum í dag því það er fyrsti almenni skóladagurinn og svo fær hann vini sína í veislu eftir hádegið. Hann er enn ekki búinn að gefa merki … Continue reading

7 Comments

Hún á afmæli í dag

Hún Edda Garðars æskuvinkona mín sem mér þykir svo vænt um á afmæli í dag. Við eigum sameiginlega mikið safn af minningum frá uppvaxtarárum okkar á Kambsveginum og allar götur síðan og höfum deilt saman gleði og sorgum. Það er … Continue reading

5 Comments

Brúnt eða grænt?

Hvílíkt rjómaveður í gær og í dag. Haukur, sem er svo duglegur að taka til hendinni ákvað að nú væri veður til þess að taka í gegn og bera á hurðirnar út á pallinn og síðan síðan skyldi pallurinn sjálfur … Continue reading

2 Comments

Lakkrísinn og fleira gott.

Ætli íslenski lakkrísinn sé sá besti í heimi? Ég fer að halda það. Svanfríður segist vilja fá sem flesta gesti svo hún fái mikinn lakkrís og hún býr nú í Ameríkunni þar sem allt fæst.  Á óskalista hjá dóttur Hauks … Continue reading

5 Comments

Smá heilabrot.

Jæja, þá er lífið svona að færast í eðlilegt horf eftir ferðalög sumarsins og gestakomuna frá Englandi. Ótrúlegt hvað það hefur orðið mikið úr sumrinu þó ekki hafi nú gefist margir dagar til þess að sitja á blessuðum pallinum okkar. … Continue reading

4 Comments