Allt gott að frétta.

Ég er þakklát Sigurrós fyrir að hafa verið svona góð að setja inn smá fréttir og ykkur fryrir góðu kveðjurnar.  Nú ætla ég að stelast til þess að fara aðeins í tölvuna, er bara með hana hérna á eldhúsinnréttingunni því þá get ég staðið við hana.

Ég kom heim í gær eftir sólarhring. Fyrir utan það að ég lenti í því sem ég óskaði síst eftir, nefnileg að fá svo mikil uppköst eftir svæfinguna, þá gekk sjálf aðerðin mjög vel og læknirinn sagði að það hafi ekkert farið á milli mála hvað gera þurfti og ég ætti að verða alveg góð þegar ég verð búin að gróa eftir þetta en það er reiknað með að eftir þrjá mánuði eigi allt að vera fullkomlega gróið.

Fyrstu dagarnir fara í að ganga um gólf og liggja á milli. Í dag hef ég skipt æfingum svolítið niður, er búin að fara tvsvar hérna út og ganga fram og til baka eftir litlu lokuðu götunni okkar svo hef ég verið að fara hérna fram og ganga upp og niður stigann en það finnst mér mjög góð æfing bæði fyrir blóðrásina og gott fyrir bakið.

Ég finn mun á því hvað ég hef styrkst í dag miðað við hvernig ég var þegar ég kom heim í gær sólarhring eftir aðgerðina.

Ég verð líklega ekki mikið við tölvu svona fyrst um sig á meðan ég má lítið sitja, en hugsa til ykkar kæru vinir og sendi ykkur góðar kveðjur.

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

6 Responses to Allt gott að frétta.

  1. Hafdís Baldvinsdóttir says:

    Sæl Ragna.
    Innilega velkomin heim og til hamingju með að þetta skuli vera yfirstaðið. Mér finnst þú vera ansi dugleg að vera farin að rölta úti.
    Gangi þér sem allra best og farðu vel með þig.

    Bestu kveðjur
    Hafdís Baldvinsd.

  2. Ragna says:

    Þakka þér fyrir Hafdís mín. Málið er nú að þrátt fyrir það að ég sé að koma úr baksdkurði þá líður mér svo miklu betur að ég er að reyna að hemja mig að fara ekki of hratt af stað. ég gat ekkert farið út að ganga í svo langan tíma að nú vil ég bara helst hlaupa strax.

  3. Katla says:

    Það verður efaust erfitt fyrir þig að nota sumarmánuðina í að jafna þig eftir uppskurðinn. Þú verður bara að njóta sumars með ró og hlakka til að komast í samt lag aftur.
    Kærar kveðjur frá Kötlu sem vonar að allt muni ganga að óskum: )

  4. Sigrún Sigurðar says:

    Batakveðjur til þín Ragna!
    Kveðja úr Mosfellsbænum

  5. Batakveðjur mín kæra, en ofgerðu þér ekki. Er á förum vestur um haf, en kíki á þig úr tölvu dóttlunnar. Kærust kveðja.

  6. Ragna says:

    Alveg er ég viss um að góðu batakveðjurnar sem ég hef fengið hafa hjálpað til að allt hefur gengið vel. Nú langar mig mest til að hoppa og dansa.

Skildu eftir svar