Góðir dagar

Mér finnst svo ótrúlegt að þetta sé bara dagur fimm eftir bakskurðinn. Ég verð að klípa mig öðru hvoru til að vera viss um að mig sé ekki bara að dreyma. Ég kann honum Aroni Björnssyni skurðlækni sem kom mér svona fljótt og vel til hjálpar eftir að ég leitaði til hans, kærar þakkir fyrir björgunina.

Ég hef haldið áfram að rölta hérna í kring og ganga aðeins stigana. Á öðrum degi eftir að ég kom heim þá gekk ég smá hring og kom við hjá vinkonu minni í götunni hérna fyrir neðan. Hún missti alveg andlitið þegar hún sá mig og trúði því varla að ég væri farin að vera úti og komin í heimsókn tveimur sólarhringum eftir aðgerð.

Ég er farin að stækka aðeins hringinn og finnst ég frjáls eins og fuglinn fljúgandi. Það er svo ótrúlegur léttir að vera laus við þennan stöðuga verk sem hefur legið alveg niður í rist í heilt ár og magnast í hvert skipti sem ég hef stigið í hægri fótinn. Mér finnst óhugsandi að ég hafi pjakkast svona um, bæði á Tenerife í fyrravor og í Danmörku í fyrrasumar fyrir utan allt þetta daglega pjakk.  Já það er ótrúlegt hvað maður getur farið í mikla afneitun og talið sér trú um að það sé allt í lagi – Það er svo sem ekki nema gott um það að segja en það gengur ekki til lengdar. Núna finnst mér meira að segja nærri því að sársaukahrukkurnar í andlitinu séu aðeins að byrja að deyfast.

Í gærkveldi var veðrið svo fallegt og mig langaði svo að skreppa eitthvað aðeins í burtu. Við ókum því í um 5 mínútur niður að Elliðavatni en þar eru margir fallegir staðir fyrir neðan nýju byggðina. 

Hér eru nokkrar myndir úr þessum stutta en skemmtilega bíltúr í logninu í gærkveldi.
Hvernig er hægt annað en vera glaður og bjartsýnn í svona umhverfi.

 kvoldstund1jpg.jpg

kvoldstund2.jpg 

kvldstund3.jpg 

 

kvoldstund4.jpg 

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

7 Responses to Góðir dagar

  1. Þetta er ótrúlegur árangur, húrra fyrir því, en farðu varlega. Kærust í bæinn.

  2. þórunn says:

    Ég er sammála þér Ragna mín, ég sé ekki annað en þú hafir yngst síðan ég sá þig síðast. Og umhverfið, það er unaðsfallegt. Ég samgleðst þér yfir batanum.
    Þórunn

  3. Ingunn P says:

    Elsku Ragna mín, mikið er ég ánæg að heyra að allt gekk og gengur svona vel hjá þér. Bara passa að gera ekki of mikið!!!!!
    Mikið eru fallegar myndirnar, ég er með heimþrá eftir að sjá þær.

  4. Katla says:

    Fallegar myndir og frábært að allt gangi svona líka vel!

  5. Sigurrós says:

    Virkilega fallegar myndir og gaman að sjá hvað þér virðist líða betur 🙂 Nú bara heldurðu áfram að verða hressari og hressari og ferð svo að hlaupa maraþon eins og læknirinn sagði að þú myndir geta gert 😉

  6. Ragna says:

    Já það verður vonandi framhald á þessum ótrúlegu framförum. Ég er meira að segja komin með áhuga og getu til að taka myndir og sinna heimasíðunni minni þó ég eigi ekki að geta setið fyrst um sinn. Mér hefur greinilega verið sendur góður kraftur sem ég er þakklát fyrir.

  7. Svanfríður says:

    Mikið er gott að heyra að þér líður æ betur og betur og að hljóðið í þér sé svona gott.Gangi þér áfram vel þú duglega kona:)

Skildu eftir svar