Enn og aftur.

Ég var að tala um það eftir helgina hvað það er nú gott að eiga góða að.


Í gær þegar ég var búin að fara í vatnsleikfimina, skrapp ég  í Grundartjörnina að smakka á afgöngum frá saumaklúbbnum sem Guðbjörg var með kvöldið áður því mér fannst ég búin að vinna mér inn fyrir nokkrum kaloríum eftir leikfimina. Ég ákvað svo þegar ég kom heim, að vera dugleg og gerði nokkur jólakort. Ég var því óvenju sein í matartilbúningnum.
Ég var svo að kveikja á sjónvarpinu til að kíkja á fréttirnar þegar dyrabjöllunni var hringt. Úti stóð Kristín nágrannakona mín, í ausandi rigningunni sem var í gærkvöldi. Í höndunum hélt hún á diski með stórum lifrarpylsukepp, rófum, blómkáli og bygggrjónum og spurði hvort ég væri ekki svöng.  Hún hefði verið að sjóða af nýju lifrarpylsunni sem hún gerði um daginn og sig hefði langað svo til að gefa mér að smakka.


Já ég segi enn og aftur ÞAÐ ER GOTT AÐ EIGA GÓÐA AÐ.


Svo óska ég honum Einari mági mínum til hamingju með afmælið. Hann er nú einn af þeim sem gott hefur verið eiga að.


 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Enn og aftur.

  1. Mikið rétt!
    Já Ragna mín, það er gott að eiga góða að. Heppilegt að það drógst hjá þér að finna til matinn! Bestu kveðjur, Anna Sigga.

  2. afi says:

    Alltaf leggst þér eitthvað til.
    Það má nú segja.

Skildu eftir svar