Enginn gleymdur.

Hér er svona smá viðbót við helgarfærsluna um frænkuhittinginn. Það voru nefnilega tvær frænkur sem ég nefndi ekki. Ég hef nú afsökun af því þær búa svo langt í burtu að þær eiga þess ekki kost að mæta þegar við hittumst. Erna býr á Bornholm og Hulda í Oxford.
Ég vil bara að þær viti að þær voru sko alls ekki gleymdar og komu báðar til tals. Hulda mín ef þú lest þetta þá fékk ég einmitt E-mail adressuna þína hjá Dóru systur þinni og ætla að senda þér línu við fyrsta tækifæri. Ég er búin að skoða myndirnar af börnunum þínum í Barnalandi. Þau eru sko algjörar rúsínur.
Ég heyrði í Ernu í morgun á MSN. það var reyndar í styttra lagi því það var svo mikið bergmál. En það er óskaplega gaman að geta talað svona í myndavélina og sjá hvor aðra á meðan við spjöllum. Við heyrumst nú örugglega fljótlega aftur.
Við Haukur töluðum líka í kvöld við bæði Hullu og Eika á Jótlandi á MSN því þau eru líka komin með svona „Webcamera“ Fínt að geta séð fjölskylduna og talað við hana. Sérstaklega fyrir Hauk því hann er ekkert fyrir tölvuskrifin en þessu er hann hrifinn af.


Við vorum voða dugleg í dag. Ég dreif mig í að olíubera gluggana í stofunni, ég átti alltaf eftir seinni umferð og það átti alveg eftir að bera á einn gluggann. Haukur notaði góða veðrið og þvoði og bónaði báða bílana.
Það var því vel þegið þegar Edda hringdi og bauð okkur að koma yfir í kaffi og pönnukökur áður en við systur færum í sundið.  Það kom hinsvegar í ljós þegar við ætluðum að mæta í sundið að það féll niður í dag því Elísabet var veik.


Dana María leit inn í kvöld og var að koma með afmælis- og jólapakka frá Jótlandi, en hún er búin að vera þar í vikuheimsókn. Ósköp verður nú leiðinlegt þegar hún verður alfarin út líka, en það verður eftir mánuð sem hún flytur út til að fara þar í skóla.  Það er erfitt fyrir Hauk að eiga dóttur, tengdason og fimm barnabörn svona langt í burtu. – Ef þið væruð nú bara nær Kaupmannahöfn væri miklu auðveldara að heimsækja ykkur 🙁  – Það er samt kostur fyrir ykkur að búa á Jótlandi því annars værum við sjálfsagt alltaf inni á gafli hjá ykkur.


Haukur er kominn í rúmið en ég sit eins og vanalega að drolla yfir tölvunni. Slæ hér botninn í þetta í bili.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Enginn gleymdur.

  1. Hulla says:

    Það var æðislegt að heyra og sjá ykkur í gær. Svo vonum við bara að verði flogið meira til Billund, því það er ekki svo langt að fara. :o)

Skildu eftir svar