Dansiball – eða ???

Áður en lengra er haldið þá óska ég afmælisbarni dagsins Jóni Inga Sigurmundssyni mági mínum til hamingju með daginn. Þið getið smellt á nafið hans og skoðað eitthvað af málverkunum hans. Myndlist, málverk, olíumálverk, olía, pastel, pastelmyndir, vatnslitamyndir, vatnslitir, list, Jón, Jón Ingi, Jón Ingi Sigurmundsson, Jon Ingi, Selfoss, Ísland, Iceland, paintings, paint, art, artist, oil, watercolor, watercolour, watercolor painting, watercolour painting, oil painting, pastel painting, web gallery, webgallery, landscape, iceland landscape, icelandic landscape, fine arts, gallery, gallerí, water coulor, water color, artist from iceland, icelandic artist, oil painting from iceland, Icelandic paintings, icelandic oil paintings, art gallery, art gallery in iceland, art in iceland, visual art from iceland, art and culture in iceland, travelling in iceland, glacier, oil on canvas, art exhibitions in Iceland, art galleries Iceland, art from Scandinavia, Scandinavian art, fine art in Iceland, oil paintings from Scandinavia, paintings from Europe, contemporary art in Iceland, paintings in Iceland, painter from Iceland, oil paintings, fine art prints, nordic art gallery, Scandinavian art galleries, artist in Iceland, Reykjavík, icelandic art, oil paintings from iceland, icelandic lava, lava, artists, painters in Iceland, Icelandic nature, exhibition, online exhibition, wilderness in Iceland, nature, private exhibition, gallery in iceland, paintings for sale, oli paintings for sale, watercolor paintings for sale, pastel paintings for sale, images from iceland, Jon Ingi Sigurmundsson, Jón Ingi Sigmundsson, Jón Sigmundsson, Jón SigurmundssonÞað má líka stækka myndina af honum með því að smella á hana, til að sjá betur hvað hann er að mála.

Þetta var nú svona ein af þessum helgum sem mikið er að gerast hjá okkur. Á föstudagiskvöldið fórum við með Guðbjörgu og Magnúsi á Hótel Selfoss – Riverside- að borða. það var svakalega fínt afmælistilboð í gangi en staðurinn er eins árs núna. Maturinn var alveg frábær, Tígrisrækjur í forrétt og nautasteik sem bráðnaði beinlínis uppí í manni í aðalrétt og heimalagaður ís í eftirrétt. Ég verð nú bara svöng að rifja þetta upp, ummmm.

Á laugardaginn buðu Edda og Jón okkur yfir í kaffi og tertu svo það var aldeilis mikið um kaloríuinntöku þessa helgi og er þó ekki allt upp talið.

Eftir afmæliskaffið hjá Eddu og Jóni var ferðinni heitið í bæinn.
Haukur hafði fyrir nokkuð löngu sagt mér frá bréfi sem hann hafi fengið frá Félagi Harmonikuunnenda þar sem m.a. var sagt að síðasta ball vetrarins yrði 7. maí.

Ég er búin að hlakka til lengi að komast á þetta ball því við höfum varla farið neitt að dansa í vetur. Ég var svo lengi frá eftir aðgerðina á fótunum og svo hefur Haukur verið að vinna á balldögum en nú var hann í fríi svo það var um að gera að drífa sig.
Við fórum fyrst í Hafnarfjörðinn og drifum okkur í dansgallann og brunuðum síðan inn í Glæsibæ. Þegar þangað var komið var allt læst. Við biðum nokkra stund, en það var ekkert lífsmark og ekkert fólk kom. Ég spurði Hauk hvort það hafi ekki staðið í bréfinu að ballið ætti að vera í Glæsibæ??? Þá sagði elsku kallinn minn " Ég tók það bara sem alveg gefið því síðasta ball var í Glæsibæ, en í bréfinu stóð reyndar bara að síðasta ball vetrarins yrði 7. maí n.k. og nánar tilkynnt síðar".
Þarna var sem sé skýringin komin á lokaða húsinu, það hafði engin tilkynning komið síðar og af einhverjum ástæðum hefur sjálfsagt verið hætt við þetta ball.

Ég var nú ákveðin í að við færum nú ekki að láta þetta eyðileggja fyrir okkur og datt í hug að fara á bensínstöðina þarna í Álfheimunum og fá að kíkja í Moggann og athuga hvort það væri eitthvað auglýst. það var engin auglýsing frá Harmonikufélaginu en ég sá ég að Skagstrendingar yrðu með dansleik á Laugavegi 178 og tilkynnt hver spilaði. Mér fannst ég kannast við að það nafni væri á harmonikuspilara og sagði að við færum bara þangað og kíktum hvort þetta væri ekki fyrir alla. Ég vissi ekkert hvaða salur væri í þessu húsi eða hvar. Við vorum að kíkja í kringum okkur þarna á planinu þegar við sáum prúðbúið fólk koma og eltum það upp á 4. hæð og biðum svona á stigapallinum á meðan það færi inn í salinn. Þegar það keypti miðana í dyrunum var bara út í eitt "Blessaður og mikið gaman að sjá ykkur" og allt það. Við dokuðum því aðeins við og fylgdumst með þegar fleira fólk kom og það fór á sömu leið, því var tekið með kostum og kynjum. Við kunnum ekki við að verða þarna boðflennur og lúpuðumst því niður með lyftunni aftur og út í bíl.

Ég hafði séð að það var auglýst ball með Geirmundi einhversstaðar við Gullinbrú. Næst var stefnan því tekin að Gullinbrú. Við vissum ekkert hvar við ættum að bera niður þar til að finna Geirmund svo við rúntuðum þarna um en fundum ekkert. Ég vildi nú ekki gefast svo auðveldlega upp og þegar við rákumst á krá þarrna einhversstaðar þá var Haukur sendur inn til að spyrja hvort einhver kannaðist við Geirmundarball í nágrenninu. Hann var svo lengi inni að ég var farin að halda að hann hefði bara ákveðið að drekkja þarna sorgum sínum á kránni en það kom hinsvegar í ljós að þarna hafði afgreiðslustúlka verið svo almennileg að hún fór inn á netið og fann eftir krókaleiðum hvar Geirmundur ætti að vera að skemmta. Síðan leiðbeindi hún Hauki hvernig við ættum að finna staðinn. Við fundum staðinn eftir leiðbeiningunum og aftur var Haukur gerður út að kanna málið. Hann kom aftur og sagði að þetta væri bara einhver krá með svona frímerki til að dansa á og það sem meira væri það var svo fátt ennþá (rétt fyrir miðnætti) að Geirmundur væri ekki farinn að spila.
Þegar þarna var komið sögu sáum við okkar óvænna og afskrifuðum frekari leit að balli í þetta sinn. Ég sagði hinsvegar að nú væri ég orðin svo svöng að það væri lágmark að fara og kaupa Pizzu.
Til þess að gera langa sögu stutta, því það var auðvitað líka leit að pizzastað sem var opinn eftir miðnætti, þá enduðum við aftur á byrjunarreit heima hjá Hauki í Hafnarfirðinum, með Pizzu og Kók (ég sem helst aldrei borða Pizzu og drekk aldrei Kók), en þar settumst við sem sé fyrir framan sjónvarpið og horfðum á seinni hlutann af furðulegri kvikmynd á RUV og úðuðum í okkur Pizzu og Kóki. Þetta var sem sé mjög óvenjulegt laugardagskvöld hjá okkur en samt mjög skemmtilegt af því að við ákváðum strax þegar við biðum fyrir utan lokaðar dyrnar í Glæsibæ, að láta það ekki eyðileggja fyrir okkur kvöldið heldur finna eitthvað skemmtilegt að gera og þetta er sem sé afraksturinn.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

5 Responses to Dansiball – eða ???

  1. Sigrún says:

    Þið fenguð þó rúnt um borgina!

  2. Sigurrós says:

    Já, mér finnst þið aldeilis dugleg að redda ykkur! Þið eruð svo úrræðagóð 🙂

  3. Þórunn says:

    Svona getur vel skipulögð ballferð fengið óvæntan endi. Gott hjá ykkur að gera eitthvað alveg nýtt.

  4. afi says:

    Ekki eru allar ferðir til fjár, þótt farnar séu.

  5. Ragna says:

    Mismunandi fjársjóðir.
    Rétt er það, að ekki eru allar ferðir til fjár, en það er líka hægt að eiga svo mismunandi fjársjóði. Þessir sem ekki eru gjaldgengir úti í búð eru oft ekkert síðri en hinir 🙂

Skildu eftir svar