Það tókst!

Hún netvinkona mín í Portúgal, sem ég óskaði í gær að ég gæti sent smá rigningu, hringdi til mín í dag og viti menn það var komin rigning hjá henni í dag. Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið íslensk bænheyrsla.

Svo verð ég að segja frá því hvað það var gott bragð hjá sjálfri mér að tilkynna það í sama bloggi að ég ætlaði að nota daginn til inniverka, nefnilega alls þess sem hefur beðið í góða veðrinu.

Ég gat auðvitað ekki annað en staðið við stóru orðin fyrst þau voru komin út í alheiminn. Þetta vissi ég nefnilega og ég átti því ekki um annað að velja en að bretta upp ermarnar, draga á mig gúmmíhanskana og sleppa mér lausri á glugga og gólf. Ég verð að játa að það var eftitt að byrja en mikið var ég alsæl þegar ég leit yfir verkið á eftir og allt ilmaði eins og hvítur stormsveipur hefði farið um.

Þetta minnir mig á söguna um kallinn sem eldaði sér alltaf hafragraut til viku í einu og þegar leið á vikuna og grauturinn var orðinn ólystugur þá tók karl tappann úr brennivínsflösku og lofaði sjálfum sér að hann fengi sopa úr flöskunni góðu ef hann kláraði grautinn sinn. Þegar hann hafði síðan haft það af að klára grautinn þá setti hann tappann í aftur án þess að fá sér sopann og sagði, að þarna hefði hann nú platað sig.

Mér finnst þessi saga alltaf jafn frábær.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Það tókst!

  1. Anna Sigga says:

    Frábær saga!
    Dugleg varstu Ragna mín og góð hugmynd hjá þér að segja alheimi frá til þess að koma þér í gang. Hér á bæ er einn fréttahaukur (OSD) sem lætur ýmislegt berast. Hann er t.d svo spenntur yfir því að öll fjölskyldan er í sameiginlegu átaki og þar sem það er byrjað að berast út verður maður að standa sig ;)! Falleg orðin þín til Unnsteins, mér fannst ég klúðra minni athugasemd (var kannski að flýta mér of mikið). Farðu vel með þig!

  2. Þórunn says:

    Já ég má til með að staðfesta frásögn þína af rigningunni, það er gott að eiga bænheita vinkonu á Íslandi. Það virðist líka hafa rignt eitthvað í nótt svo bændur eru mjög ánægðir núna. Takk fyrir rigninguna Ragna mín!

  3. afi says:

    Lengi er hægt að þvo og þrífa, .. þótt fyrir sé allt hreint og fínt.

Skildu eftir svar