Tími fyrir inniverkin.

Af því að veðrið er svo leiðinlegt í dag, rok og rigning þá ætla ég að setja hérna mynd af uppáhalds sumarblóminu mínu.

Í svona veðri er hinsvegar tilvalið að huga að inniverkum, öllu þessu sem maður hefur frestað og ætlað að gera seinna þegar það kæmi rigningartíð. Nú er bara að standa við stóru orðin.

Ég vil nú bæta því við að þessu er alveg öfugt farið hjá henni Þórunni netvinkonu minni í Portúgal. Htinn hjá henni fór í 40° og engin leið a vera úti af þeim sökum þá fór hún inn og sauð tómatmauk úr tómötunum sem hún ræktar sjálf.
Gott væri nú að geta sent smá rigningu og svala til hennar.

l

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Tími fyrir inniverkin.

  1. afi says:

    Fallegt er nú blómið þitt, en átti ekki afi eftir að óska þér og þínum innilega til hamingju með það sem á undan var gengið? Hér með er það gert þótt seint sé.

  2. Ragna says:

    Þakka þér fyrir góðar kveðjur. Já sumarið var gott hjá minni fjölskyldu.
    Það gleður mig að þú sért kominn aftur til Bloggheima.

  3. Þórunn says:

    Veðráttan
    Já Ragna mín, það er undarlegt hvað vætu og vindi er misskipt.
    Ég ætla að vona að fallega sumarblómið þitt hafi ekki fokið um koll í veðurhamnum, nei þú hefur örugglega komið því í skjól ásamt kirsuberjatrénu.

Skildu eftir svar