Fallegt veitingahús í fallegu umhverfi.

Guðbjörgu og Magnúsi Má datt í hug að við myndum skreppa í Reykholt og fara þar í smá göngutúr og borða síðan kvöldmat á veitingahúsinu Kletti sem þar er.

Þetta er mjög fallegt bjálkahús og maturinn var mjög góður og á ágætis verði. Við borðuðum úti á veröndinni bæði af því að veðrið var svo frábært og líka af því að á borðunum inni eru furðulegustu borðdúkar sem ég hef nokkurn tíman séð,- nefnilega gólfmottur. Við vorum einmitt búin að tala um hvað það væri gaman að fara þarna á jólahlaðborð en það verður nú ekkert af því ef ekki verður búið að skipta um dúka. Ég er mjög undrandi á þessu því það eru örugglega fleiri en ég sem ekki þola að vera í svona þurru lofti.

Þetta er mjög notalegt hús, en í Guðs bænum skiptið út þykku gólfmottunum á borðunum fyrir dúka eða diskamottur.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Fallegt veitingahús í fallegu umhverfi.

  1. Þórunn says:

    Hvað dettur mönnum næst í hug???
    Ég er jafnhissa og þú að fólki skuli detta í hug að hafa gólfmottur í stað borðdúka, þó þjáist ég ekki af astma. Vonandi fá þeir hugboð eða athugasemdir frá fleirum, og fá sér fína borðdúka innan skamms.
    Góðar kveðjur frá Portugal og takk fyrir hvað þú lítur oft við í Austurkoti

Skildu eftir svar