Heimsókn Hullu og Nornabúðin

Ég er ein hérna í kotinu núna. Haukur er á leið til Keflavíkur með Hullu, sem hann bauð til Íslands í "húsmæðraorlof" í síðustu viku. Dana María og Lena fóru með afa á flugvöllinn til að kveðja mömmu sína sem nú er á leið aftur heim til Jótlands, þar sem Eiki og strákarnir bíða spenntir eftir að mamma komi heim.

Eitt af því sem gerðist hér heima á meðan Hulla var, var opnun NORNABÚÐARINNAR á Vesturgötu 12.

Draumur Evu (Jóu Hauks) og Heiðu vinkonu hennar varð sem sagt að veruleika þann 1. ágúst þegar þær opnuðu búðina sína langþráðu. Ég tók nokkrar myndir sem þið getið skoðað með því að smella HÉR

Þarna er ýmiss varningur á boðstólum eins og t.d. galdrauppskriftir, Tarrotspil, rúnir, heilsute, kerti og ýmislegt sem hægt er að gefa þeim sem eiga allt. Síðan er hægt að setjast niður og kaupa sér kaffi og kökur. Og síðan, fyrir þá sem vilja láta spá fyrir sér, (í Tarrotspil held ég), þá er heimsókn í aðal Nornastofuna, en hér er mynd af Evu spákonu í Nornastofunni.

Ég óska ykkur vinkonunum til hamingju með búðina ykkar og þakka fyrir veitingarnar við opnunina.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Heimsókn Hullu og Nornabúðin

  1. Jói says:

    Þær eru líka
    í Blaðinu í dag, bls 24

Skildu eftir svar