Verslunarmannahelgin í Sælukoti.

Á sunnudaginn tókum við þátt í fjölskyldumótinu í Sælukoti, en þar koma alltaf saman um verslunarmannahelgi, tengdamamma og hennar niðjar, þeir sem heima eru og geta mætt.


Sigurrós kom hérna austur eftir hádegi en Jói var heima því hann er búinn að vera með einhverja flensu í viku og er alls ekki orðinn góður. Guðbjörg og Magnús sóttu okkur hérna í Sóltúnið og við fórum á þeirra bíl. Það var nú rólegt þegar við komum í bústaðinn því unga fólkið hafði farið í River Rafting og nokkrir voru í golfi. En þegar leið á daginn varð þetta eins og hjá Tíu litlum Negrastrákum sem aftur urðu tíu. Fólkið fór að skila sér heim og um kvöldið vorum við orðin 27.

Jói kennir okkur á nýja kolagrillið
Jói kennir okkur á nýja kolagrillið.
Tengdamamma
Auðvitað var tengdamamma í öndvegi með allan hópinn sinn og hún fór sko ekki að sofa klukkan tíu heldur hélt út langt fram á nótt eins og hinir.
Bjarni, Helgi Páll, Jói, Sigurrós, Heiður

Guðbjörg, Unnsteinn, Eydís
Unga fólkið var duglegt að spila á spil á meðan næsta og þarnæsta kynslóð tóku til við sönginn.
Magnús Már og Loftur
Magnús Már og Loftur Þór náðu rosalega vel saman með gítarana og úr varð mikið fjör.
Já, það geta nú fleiri verið með brekkusöng heldur en þeir í Eyjum.
Inga og Haukur
Ingu og Hauki leiðist greinilega ekki.
Þennan brandara verðum við að fá að heyra líka.
Varðeldurinn
Það vantaði heldur ekki varðeldinn hjá okkur því hann logaði glatt um nóttina. Við, sem áttum eftir að aka á Selfoss fórum ekki fyrr en eldurinn var búinn að loga nokkra stund. Það var mjög erfitt að kveðja og fara heim úr gleðskapnum.
Kennararnir
Hér eru þær frænkur Sigurrós, Linda og Guðbjörg þegar þær kvöddust við varðeldinn.

Helgi Páll fékk mörg knús því hann er að fara til náms í Danmörku. Hann hefði líka fengið mörg þó hann væri ekkert að fara en hérna fær hann eitt extra frá Dröfn.

Þetta var ósegjanlega skemmtilegt kvöld og mikið er gaman þegar fjölskyldan getur verið öll saman að skemmta sér. Unga fólkinu dettur ekki í hug að leita á önnur verslunarmannahelgarmót því það er svo gaman að vera með pabba og mömmu, ömmu og afa að ógleymdri langömmu og Ingabirni og öllum frændsystkinunum í ættarsetrinu Sælukoti.

Ég þakka fyrir yndislega samveru.

P.s. Þeir sem vilja skoða allar myndirnar smelli HÉR

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Verslunarmannahelgin í Sælukoti.

  1. unnsteinn says:

    hæhæ og takk fyrir alveg frábæra inni/útihátíð…. Já lífið er yndislegt í góðra vina hópi 😉

Skildu eftir svar