Sléttusöngurinn

Hér á Selfossi tíðkast það að hafa sléttusöng um þetta leyti í ágústmánuði. Við röðum okkur í kringum varðeld og syngjum saman. Við Haukur fórum núna á laugardagskvöldið eins og við höfum gert síðan við komum á Selfoss. Þetta er hin besta skemmtun sem lýkur með mikilli flugeldasýningu. Veðrið var einstaklega gott núna og lognið svo mikið að það var hægt að vera allan hringinn umhverfis bálköstinn.

Hérna er smá sýnishorn af fólkinu og varðeldinum.

Síðan kom flugeldasýningin

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Sléttusöngurinn

  1. Þórunn says:

    Sumargleði
    Það hefur aldeilis verið gaman hjá ykkur á laugardaginn, þessar skemmtanir sem tíðkast nú í þorpum og bæjum út um allt land setja mikinn svip á mannlífið og stuðla að sameiningu fólks.
    Þú ert aldeilis farin að leika þér með myndatæknina, gott hjá þér.

Skildu eftir svar