Stundum ganga hlutirnir ekki upp.

Veðrið í dag var allt of yndislegt til þess að vera innanhúss Ég og myndavélin mín ákváðum því að skreppa á Stokkseyri og athuga hvort ekki finndist eitthvert myndefni þar í fjörunni.  Mikið rétt það var af nógu að taka þar. Ég er nú ekki inni í tæknimálunum en mér skilst að ég sé að taka allt of stórar myndir í allt of miklum gæðum og þessvegna taki þær of mikið pláss í minninu á myndavélinni. Ég náði því aðeins 20 myndum í dag. 

Þegar heim var komið var mikill spenningur að koma myndunum inn því á bloggið skyldu þær fara. Það er hinsvegar eitthvað sambandsleysi við að koma myndum úr myndafile í nýja albúmið mitt.  Ég er búin að prufa í marga klukkutíma allar mögulegar og ómögulegar aðferðir án árangurs en einhvernveginn tókst mér upphaflega að koma tveimur myndum inn en svo ekki söguna meir.  Þetta er alveg furðulegt en einhver lausn hlýtur að finnast á þessu á næstunni.  Þessi mynd sem ég birti hér er nú ekkert sérstök en hún er önnur þeirra sem ég náði að færa inná.

IMG_0131

Ætli ég láti þetta ekki bara duga í dag.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Stundum ganga hlutirnir ekki upp.

  1. Sigurrós says:

    Váá! Ef þessi er „ekkert sérstök“, hvernig eru þá hinar myndirnar?!? Mér finnst þessi virkilega falleg! 🙂

  2. Anna Sigga says:

    Já, ég er sammála…
    … Sigurrós! 🙂

Skildu eftir svar