Miðvikudagar hálftímadagar.

Það hefur verið nóg að gera hjá okkur í skólavist ömmu. Við erum búin að leira, spila og lesa í Bróðir minn Ljónshjarta, svo eru börnin búin að lesa fyrir ömmu. Já það er alltaf nóg að gera.

IMG_0170

En í dag (og alla miðvikudaga) var svo hálftímadagurinn sem við köllum svo en á miðvikudögum skiptist allt niður í hálftíma hjá okkur. Ég sæki Odd í skólann klukkan 13:20 og Karlottu í fiðlutíma klukkan 13:30 svo það passar nú ágætlega. Síðan bíðum við í hálftíma, til klukkan 14:00, en þá fer stubburinn í fiðlutíma og við Karlotta verðum að finna okkur eitthvað að gera í þann háftíma sem hann er í tónlistinni. Síðan sækjum við Odd klukkan 14:30 og hálftíma síðar eða klukkan 15:00 fer Karlotta í fimleika. Svo líður nú lengri tími, eða til klukkan 18:00 að Oddur fer í fimleika, en það sjá foreldrarnir um því þá er amma búin í vinnunni.

En á miðvikudögum gerum við sem sé ekkert annað en að hálftímast.

IMG_0171

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar