Saumaklúbbur hjá mér í dag.

Í dag var fyrsti saumaklúbbur vetrarins og hófum við 42. árið okkar með pompi og prakt með því að þær af stór Reykjavíkursvæðinu komu brunandi yfir Hellisheiðina og við fengum okkur snarl hérna saman í hádeginu. Það var svo gaman að hittast aftur og það var mikið skrafað og mikið hlegið.

Ásta, Anna, Fjóla, Sonja, Edda og myndasmiðurinn sem ekki sést.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

7 Responses to Saumaklúbbur hjá mér í dag.

  1. Magnús Már says:

    ?
    Og var mikið saumað?

  2. Ragna says:

    Saumaskapurinn?
    Við látum það nú liggja milli hluta Magnús minn hversu mikið var saumað en það var mikið talað. En við gætum örugglega haldið sýningu á öllu því sem var saumað og prjónað á fyrstu 20 árunum og þá vorum við svo fjölhæfar að við gátum bæði talað og saumað, Nú getum við bara talað. ha,ha.

  3. afi says:

    Glæsilegur hópur. Og veislu borðið, ekki er það amalegt. mmm. Enginn afgangur?

  4. Ragna says:

    Afgangarnir?
    Það verður að spyrja Hauk og Magnús Má hvað varð um þá.

  5. afi says:

    Þá fór það. Gat nú verið. Þar fór góður biti í …….. á réttan stað.

  6. Edda Garðars says:

    ungar konur
    Sæl Didda mín
    Mikið hafa þær farið vel með sig þessar „ungu konur“ sem þú segir að hafi verið með þér í saumaklúbb í bráðum 42 ár!!! Smá jók, við erum heppnar að hafa átt og eiga hver aðra að í öll þessi ár.
    Gaman að lesa bernskuminningarnar þínar, haltu áfram með þetta Didda mín. En af því að þú varst að minnast á þetta „ófyrirgefanlega“ atvik með honum Dadda, þá man ég líka eftir öðru atviki honum tengt. Það var þegar maísbaunirnar komu í búðirnar og allir krakkar fóru að „poppa“. Þá lagði ég leið mína einu sinni sem oftar í Laufholtið og hitti svoleiðis á að Daddi var að poppa poppkorn, sennilega í fyrsta skipti, æsingurinn í drengnum þegar potturinn fylltist af poppkorni er nokkuð sem ég gleymi ekki, hann varð svo spenntur og æstur og þegar svo lokið lyftist upp af pottinum réð hann ekki lengur við sig -hann skríkti og hló og hoppaði, kallaði á mömmu sina og gat bara ekki hamið sig fyrir gleði.
    Já, það þurfti svo sem ekki mikið til að gleðja börn í þá daga. Eða manstu hvað það var gaman að mega fara í sjoppuna til hans Berta og kaupa Baby Ruth! (ólöglegt að selja það sælgæti í þá daga) Ég vildi líka gefa mikið fyrir að muna afhverju við hlógum alltaf svona mikið þegar við löbbuðum niður Ásveginn, þvílíkt hvað var gaman.
    kveðja
    þín bernskuvinkona
    Edda Garðars.

  7. Ragna says:

    Að eiga hvor aðra að.
    Já Edda mín það er margs að minnast. Þetta með hláturinn þegar við vorum að labba niður Ásveginn. Það var ekki sjaldan sem við stóðum í spreng og hlóum og hlóum. Að hverju við vorum að hlæja? Það var bara svo gaman að vera til og allt svo fyndið og skemmtilegt hjá okkur vinkonunum.

Skildu eftir svar