Nýtt umhverfi.

Nú er aldeilis orðið breytt hjá mér umhverfið sem ég hef til þess að setja inn færslurnar mínar í dagbókina og myndir á vefinn og er ég Jóa tengdasyni mjög þakklát fyrir.

Af því að veðrið er nú svo leiðinlegt í dag þá ætla ég að létta okkur lundina með því að setja inn myndir sem ég tók hérna niðri við Ölfusána um hádegi í gær. Þær sýna okkur hvað við eigum í vændum þegar styttir upp aftur og allt verður svona fallegt á ný. Eitthvað til að hlakka til.

Vonandi lumið þið á einhverju skemmtilegu til að gera um helgina. Við ætlum að fara á Harmonikuball í Básum annað köld, okkur til skemmtunar og til þess að styðja viðleitni Harmonikufélaganna að hafa böll öðru hvoru. Það er alveg synd hvað margir eru hættir að nenna að fara út að dansa, eins og þetta er góð íþrótt. Gömlu dansarnir bara verða að halda lífi. Þetta er hluti af menningararfi okkar sem við verðum að halda við og koma áfram til næstu kynslóða.
Ég óska ykkur svo öllum góðrar helgi.

Hér koma myndirnar.

vid_olfusa36.jpg

Skuggamyndin af skötuhjúunum:
skuggamynd.jpg

Svo er ein af krökkunum þegar þau bjuggu til snjókallinn á pallinum. Karlotta var úlpulaus en amma fann ráð við því og fann gamlan anorakk sem gerði sitt gagn.
snjokallinn.jpg

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Nýtt umhverfi.

  1. Þórunn says:

    Enn einu sinni frábærar myndir hjá þér Ragna, ég óska ykkur góðrar skemmtunar á harmonikkuballinu, ég tek undir það að dans er góð og skemmtileg íþrótt og harmonikkutónarnir frábærir.

  2. Sigurrós says:

    Ég man eftir anorakknum gamla 🙂

    Myndirnar eru glæsilegar hjá þér, mikið er ég ánægð með að þú skulir vera orðin svona ljósmyndaóð, það er svo yndislega gaman að labba um og fanga umhverfi sitt með myndavél!

Skildu eftir svar