Að vera snöggur.

Alveg var hann óborganlegur ömmustubburinn í fyrrakvöld þegar þau systkinin áttu að fá að gista hjá ömmu og afa og við vorum að borða kvöldmatinn.

Eins og ömmur gera gjarnan, þá var Sóltúnsamman að siða til og sagði, að áður en hann setti meiri mat í munninn þá yrði hann að renna niður. Stubburinn tók strax viðbragð og renndi með hraði niður flíspeysunni sinni og sagði spotskur á svip " Ég er búinn að renna niður".  Við afi fórum auðvitað að hlæja því sá stutti var svo snöggur að kveikja á þessu samhengi. Sjálfur veltist hann síðan um að hlæja að því hvað hann hefði verið sniðugur.

Hláturinn lengir lífið – ekki spurning Smile.

Góða helgi.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Að vera snöggur.

  1. afi says:

    Þetta er alveg óbórganlegt he, he.

  2. Anna Sigga says:

    Börn eru frábær…
    …þegar þau taka sig til og nota t.d. orðaforðann og skilninginn sem þau hafa. Það er um að gera að skrifa niður allt þetta sniðuga annars er hætt við að það gleymist! Flottar og skemmtilegar myndir hér að neðan! Farðu vel með þig! Kveðjur úr Drápuhlíðinni.

Skildu eftir svar