Hugleiðingar á Þorláksmessu.

 

jolahusin_arinhillunni.jpg

(Jólahúsið á arinhillunni okkar)

Þá fer hin mikla hátíð ljóss og friðar að nálgast. Það er svona farið að síga á seinni hlutann með undirbúninginn og  lítið eftir nema renna yfir gólfin og skipta á rúmunum  fara í skötu í hádeginu og ná í þetta endalausa smávegis sem maður man allt í einu eftir að vantar. 

Vantar? 

Það er stór spurning hvað í raun og veru vantar þegar maður heyrir daglega um sveltandi  og heimilislaust fólk út um allan heim, fólk sem misst hefur allt sitt í náttúruhamförum og hírist uppi í fjöllum í kuldanum og börn og fullorðna sem ekki hafa húsaskjól eða mat af öðrum ástæðum.  Ekki líður sá dagur að við séum ekki minnt á þetta í fjölmiðlunum.

Vitanlega vantar mann ekki neitt og hefur miklu meira en nóg af öllu. Manni finnst bara allt svo sjálfsagt þegar maður þekkir ekki sjálfur neyðina.

————————-

Kæru bloggvinir sem gerið mér hversdaginn svo skemmtilegan. Ég á ykkur svo mikið að þakka fyrir allar heimsóknirnar ykkar og skemmtilegu orðsendingarnar. Fyrir það vil ég þakka og nota tækifærið til þess að óska ykkur öllum nær og fjær og fjölskyldum ykkar

Gleðilegra jóla

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

6 Responses to Hugleiðingar á Þorláksmessu.

  1. Linda says:

    Elsku Ragna,
    vona að þú og fjölskylda þín njótið vel á hátíðinni,

    Bestu jóla- og nýárskveðjur frá Groton
    Linda

  2. Þórunn says:

    Jólakveðja
    Kæra Ragna og Haukur, við Palli sendum okkar innilegustu jólakveðjur til ykkar. Líði ykkur sem allra best.
    Þórunn

  3. Kolla Rodeman/Valtýs says:

    Ragna mín,
    Mikið lifandis skelfing er þetta fallegt jólahús! Var að tala við mágkonu þína í nágrenninu. Hún vissi allt um kleinumálin. Heimurinn smækkar og smækkar.
    Hjartanlegar hátíðaóskir til ykkar Hauks og allrar fjölskyldu þinnar
    Kolla

  4. Svanfríður says:

    Jólakveðja
    Kæra Ragna. þakka þér svo mikið vel fyrir skemmtilegt lestrarár sem er að líða…ég hlakka til næsta árs.
    Megir þú og þín fjölskylda eiga gleðilega jólahátíð og falleg og skemmtileg áramót. Kveðja úr Chicago, Svanfríður

  5. Gurrý says:

    Gleðilega jólahátíð
    Kærar þakkir fyrir góðar stundir á netinu Ragna mín, megi jólin og nýja árið færa þér og fjölskyldu þinni gleði og frið, kveðja, Gurrý.

  6. afi says:

    Alsnægtir
    Satt segirðu Ragna. Kannski er það nú svo að þeir kvarta mest sem hafa það best. Vonandi verðum við þess umkomin að rétta þeim sem minna meiga sín einhverja aðstoð. Þér vill afi þakka fyrir öll góðu og jákvæðu skrifin þín. Það er alveg ómissandi að koma hér við, auka andann og fá smá jákvæðni í sálina.

Skildu eftir svar