Jólahaldið okkar.

Þá eru nú jóladagarnir að baki og svo sem ósköp notalegt að fá svona venjulega daga á milli.

Eins og fréttaritarar um landið segja þá var jólahald hér með hefðbundnu sniði.  Fyrsti jólaboðinn kom á Þorláksmessukvöld, en það var fyrrum vinnuveitandi minn sem kom akandi hérna austur, að þessu sinni til að færa mér Ævisögu Hannesar Hafstein í jólagjöf. Hann er alveg ótrúlegur að koma á hverju ári og færa mér jólagjöf alveg síðan 1985 þegar ég gerðist ritari hans.  Ég hélt að þetta myndi detta uppfyrir þegar börnin hans, sem alltaf komu með á aðfangadag, pössuðu ekki lengur í jólasveinabúningana en nú eru þau komin í háskóla og framhaldsnám út í heim og ég flutt á Selfoss, en nei ,hann kemur í hvernig veðri sem er austur, bara í þessum tilgangi. Ótrúlegt en satt.  Ég heyrði að Hugó sálfræðingur hefði verið að tala um að það ætti ekki að spyrja hvað fólk fengi í jólagjöf heldur hvað það hefði gefið í jólagjöf. Ég veit allavega um einn mann sem leggur mikið á sig til þess að gefa án þess að fá neitt nema kaffisopa í staðinn.

Þessi jól voru Sigurrós og Jói hjá tengdó í Reykjavík á aðfangadagskvöld en við Selfossbúarnir vorum hérna hjá okkur í Sóltúninu. Nú er Karlotta orðin svo stór að hún tók að sér að lesa á pakkana og fórst það mjög vel úr hendi.

Þessi mynd er af þeim systkinunum áður en pakkarnir voru opnaðir.  

img_0678.jpg

Á jóladag komu Sigurrós og Jói austur og við vorum í Grundartjörninni í Jólahlaðborði.

img_0703.jpg

Á annan í jólum datt mér svo í hug að kalla á systur mína og Jón Inga í kaffi ásamt Guðbjörgu og Magnúsi en krakkarnir voru farin til pabba síns. Það var síðan óvænt ánægja að Simmi var heima svo hann kom líka.  Ég skil ekki af hverju maður gerir ekki meira af því að hóa á fólk í kaffisopa því það er svo gaman. Hérna áður fyrr var alltaf fullt hús af fólki því þá bara kom fólk þegar það langaði til og ekki þurfti nein heimboð. Nú þorir fólk ekki að heimsækja hvert annað nema eiga heimboð. Sjálf er ég ekkert betri því þó ég sé heima sjálf og myndi elska að fá fólk hvenær sem er þá held ég alltaf að hinir séu svo uppteknir og ég sé að trufla eitthvað  ef ég ætla að droppa svona fyrirvaralaust inn.  Kannist þið við svona???

—————————-

Hér eru allir alvarlegir því þarna var verið að ræða um skólamál  enda fjórir kennarar á staðnum.

img_0710.jpg

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

5 Responses to Jólahaldið okkar.

  1. Svanfríður says:

    Hér þar sem ég bý kemur enginn í heimsókn nema þeir eigi boð og oft hef ég hugsað hvað ég vildi að það væri einmitt öfugt, að fólk bara „droppaði“ inn en þar sem vegalegndir eru oft miklar og langar þá er þetta skiljanlegt en þetta er allt annað en t.d á Hornafirði. Annars er gaman að lesa skrifin þín eftir smá pásu, kv. Svanfríður

  2. Svanfríður says:

    misskilningur
    Ragna mín-þú mátt ekki misskilja mig-ég átti við að það er gaman að þú skulir vera að skrifa aftur eftir smá pásu….:) Ég get stundum verið óheppin og klaufsk í orðum…

  3. Ragna says:

    Allt í lagi hér.
    Ég gat ekki annað en brosað að því sem þú skrifaðir Svanfríður mín og ég leyfði mér að taka því ekki á versta veg enda kom leiðrétting frá þér sem tók af allan misskilning. Þakka þér bara kærlega fyrir heimsóknina og hafðu það gott.

  4. Þórunn says:

    Jólahald
    Það er gaman að fá fréttir af jólahaldi hjá öðrum. Þetta er svo notalegt þegar fjölskylda og vinir geta komið saman. Mikið eru þau nú falleg blessuð börnin þar sem þau haldast í hendur og bíða eftir að opna pakkana.

  5. afi says:

    gestaboð
    Satt segirðu Ragna. Það er nokkuð til í því að fólk er undantekningarlítið hætt að droppa inn si sona. En þú hefur haft góða gesti um jólin og það er alltaf svo gaman.

Skildu eftir svar