Kennslustund á Paffinn

Alltaf kemur nýr dagur með einhverju skemmtilegu,

Nú er komið að fyrstu kennslustundinni minni sem færir mig nær því að ég geti tekið meiraprófið á nýja Pfaffinn minn. Það litla sem ég hef prufað er svona eins og að fá nýjan bíl og kunna ekki nema að opna dyrnar, setjast inn og starta.

Ég er svo heppin að hér á Selfossi fær maður saumavélakennarann heim til sín í stað þess að sitja námskeið með mörgum öðrum og það sem meira er, hún kemur tvisvar til þess að maður geti verið búinn að prufa og geti svo fengið svar við ýmsum spurningum í seinna skiptið.  Það er svo ekki verra að sú sem kennir, er með mér í vatnsleikfiminni og ég hef líka oft hitt hana þegar hún hefur verið að sækja  ömmustelpuna sína í skólann og ég  stubbana mína.

Nú hringir dyrabjallan –  en spennandi.

Þá er nú fyrri skennslustundin að baki og ég fékk að kynnast ýmsum leyndardómum þessarar frábæru saumavélar. Aldrei hefði mér dottið í hug að ég gæti setið og horft á saumavél sauma hnappagat án þess að gera nokkurn skapaðan hlut nema stíga á fótstig og  bíða á meðan.  Að festa á tölur er álíka lítið mál en það hefði mér nú bara aldrei svo mikið sem dottið í hug að saumavél gerði. Ætli það endi ekki með því að ég verði búin að búa til hnappagöt og festa tölur á allt sem ég næ í því þetta er svo frábært.

Nú er Haukur, sem er að byrja að  vinna aftur um næstu helgi, farinn að pakka niður fötunum sem hann ætlar að hafa með sér í bæinn, hann sem er vanur að setja eitthvað niður í tösku rétt áður en hann fer.  Ég held að honum liggi svona á af því að honum sé alveg hætt að lítast á blikuna og sé að forða fötunum sínum. Hann veit nefnilega ekki nema konan taki sig til og setji á þau auka hnappagöt, tölur, fellingar og útsaumsspor.

Ætli hann sé ekki farinn að sjá eftir að hafa gefið mér svona hættulega græju í afmælisgjöf.

pfaffinn.jpg

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

7 Responses to Kennslustund á Paffinn

  1. afi says:

    Ánægður en ..
    Auðvitað er Haukur yfir sig ánægður. En er samt ekki vissara svona fyrst í stað að passa upp á leppana?

  2. Svanfríður says:

    Söngur saumavélar er einn sá besti í heimi, hann er svo róandi. Nú er örugglega gott að vera í þínu húsi….góða skemmtun.

  3. Þórunn says:

    Saumamaskína
    Ég samgleðst þér með að vera að ná tökum á nýju saumavélinni, er nokkur hætta á að við fáum að sjá færri ljósmyndir frá þér á næstunni? Gangi þér vel og góða skemmturn.

  4. Ragna says:

    Þú mátt vera alveg róleg Þórunn mín, saumavélin á ekki eftir að koma í stað myndavélarinnar Ég er nú svo til daglega að pota myndum í albúmin mín og nú er daginn að lengja og vonandi fer að verða betra veður til myndatöku. Ég á nú ennþá mikið ólært í þeim efnum.

  5. Linda says:

    það er alltaf gaman að gera nýjar uppgötvanir, vona bara að þú látir gardínur og dúka í friði í þessu nýja brjálæði.. thíhí..
    Annars hef ég svosem ekki miklar áhuggjur af því sem þú tekur þér fyrir hendur, af myndunum þínum að dæma ertu alger smekkmanneskja.. svakalega fallegt og snyrtilegt heimili, alltaf fín til fara og virðist leggja þig 100% í það sem þú tekur þér fyrir hendur..
    Held að útkoma saumaskapsins eigi ekki eftir að koma öðruvísi út en sem eitt annað listaverkið..

  6. Ragna says:

    Maður fer hjá sér.
    Lindamín ég fer bara hjá mér yfir að lesa það sem þú skrifar. Ég vildi óska þess að ég gæti staðið undir þessu hóli, ég lofa að reyna mitt besta.

  7. Ragna says:

    Maður fer hjá sér.
    Lindamín ég fer bara hjá mér yfir að lesa það sem þú skrifar. Ég vildi óska þess að ég gæti staðið undir þessu hóli, ég lofa að reyna mitt besta.

Skildu eftir svar