Yndislegur dagur.

Það var gaman að vakna í morgun og sjá hvað veðrið var fallegt þó ekki væri nú orðið bjart. Það var falleg hvít föl yfir öllu og alveg logn og ekki löngu seinna fór sólin að smá gægjast  upp fyrir sjóndeildarhringinn og áður en varði fór sólin að ylja bæði umhverfið og ekki síst sálina. Það fór um mig svona notalegur straumur og mér fannst ég öðlast aukinn kraft til þess að fara nú að taka mér eitthvað skemmtilegt fyrir hendur.  Það fyrsta sem ég ákvað var að taka nokkrar myndir.

Ég sótti börnin í skólann uppúr hálf eitt og fór með þau heim til sín í dag því pabbi þeirra ætlaði að sækja þau.  Ég fór svo beint að Gestshúsi og gekk inn í skóginn og tók nokkrar myndir.

i_skoginum.jpg

Svo er það öndvegissúlan okkar á Selfossi

ondvegissulanjpg.jpg

.. þegar ég kom heim var mikið fjör hjá fuglunum á pallinum

fuglarnir.jpg

En eins og vant er þá hallar degi og sólin hnígur til viðar, fuglarnir búa sig undir hvíld næturinnar á einhverjum góðum stað og mæta svo aftur í kornið sitt í fyrramálið þegar nýr dagur með nýjum tækifærum heilsar.

bregdurbirtu.jpg

Megi nóttin veita ykkur góða hvíld og morgundagurinn gefa ykkur gull í mund.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

6 Responses to Yndislegur dagur.

  1. Sigurrós says:

    Mikið eru þetta fallegar myndir 🙂

  2. Svanfríður says:

    Mikið væri maðurinn minn glaður ef snjórinn á Selfossi væri hér. Megi fallega kveðjan í lokin færast á þig einnig.KVeðjur

  3. Olof says:

    Sael Ragna. Gaman ad sja myndir ad heiman og af snjonum. Her i Cardiff er engin snjor, en thvi meira af rigningu!

  4. Linda says:

    Glæsilegar myndir Ragna.. Hefur rosalega gott auga fyrir góðum myndum..

  5. Kolla Rodeman says:

    Æ hvað myndirnar þínar eru fallegar Ragna mín! Vildi ég væri komin heim til ykkar. Hér í Washington fylki hefur veturinn varla drepið niður fæti fram að þessu, en hinsvegar rignt á hverjum degi s.l. 30 daga. Allt á floti á láglendi en fullt af snjó í fjöllum. Gróður heldur að komið sé vor. Ekki gott. En nú er farið að birta hér líka og það er gott.
    Kveðja
    Kolla

  6. afi says:

    Krydd
    Þú hefur einstakt lag á að krydda tilveruna með fallegum myndum.

Skildu eftir svar