Myrkrið hopar fyrir dagsbirtunni.

Bara svona til þess að sýna okkur að það kemur að því að dagsbirtan lengist og tekur yfir myrkrið sem hefur umlukið okkur síðustu vikur þá sýndi himininn þetta sjónarspil um  hádegisbilið í dag.

myrkrid_hopar.jpg

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

7 Responses to Myrkrið hopar fyrir dagsbirtunni.

  1. Svanfríður says:

    Þetta er æðisleg mynd Ragna og hún gæti heitið svo margt-andstæða nótt og dags. Hún er frábær. Ekki myndir þú vilja vera svo góð að senda mér myndina? Ef það væri hægt þá er netfang mitt: swanyiceland1@aol.com
    Kærar þakkir og góðar stundir, Svanfríður

  2. afi says:

    Nú víkur vetrarmyrkrið og birtan heldur innreið sína. Hægt og hægt en nær yfirhöndinni áður en yfir lýkur. Myndin er fín og táknræn.

  3. Linda says:

    Þetta er stórkostlega góð mynd og eins og afi segir, táknræn..

  4. jenni says:

    Glæsileg mynd ,,skora á þig að senda ,á morgunblaðið,,þeir eru með einhverskonar ,,myndadálk,,sem hægt er að senda í ,til byrtingar í blaðinu,hjá þeim…..kveðja,jenni

  5. Ragna says:

    Já, þessi mynd er óneytanlega svolítið sérstök. Þakka þér fyrir Jenni minn að benda mér á Mbl. Ég var nú að skoða vefinn þeirra og gat ekki fundið út hvernig ég ætti að snúa mér í að senda þeim mynd.
    Þakka ykkur öllum fyrir að leggja orð í belg um þessa mynd. Svanfríður mín, ég er fegin að heyra að myndin komst til skila – njóttu vel.

  6. Þórunn says:

    Einstök mynd
    Þetta er alveg einstök mynd, en til þess að ná svona mynd þarf sá sem heldur á myndavélinni að hafa gott auga fyrir formum, litum að aðstæðum. Þú áttir sannarlega skilið að fá þessa myndavél sem er alveg örugglega búin að vera þér til mikillar ánægju og gefa okkur hinum svo margt fallegt að horfa á. Svo er bara að halda áfram á þessari braut.

  7. Gurrý says:

    Birta
    Mikið er þetta nú skemmtileg mynd Ragna! Það má með sanni segja að þarna séu veðurskil, vonandi fáið þið bráðum smá vor og meiri sól 🙂 kveðja, Gurrý

Skildu eftir svar