Góður bíltúr.

Enn einn sólardagurinn leyfði okkur að njóta sín í dag. Það var frí í skólanum hjá börnunum og þau voru heima hjá mömmu og amma átti því frí í vinnunni. Við skruppum nú samt í heimsókn til þeirra seinnipartinn því afi Haukur var að laga smávegis fyrir stubbinn.

Haukur var ákveðinn í því að við færum í bíltúr eftir hádegið og skoðuðum betur veg sem lá áfram fram hjá Hraunborgum sem við skoðuðum í gær. Hann þarf nefnilega alltaf að vita hvert allir vegir liggja.

Við vorum ekki svikin af vegarslóðanum í dag. Leiðin lá nefnilega að alveg yndislega fallegum stað. Við ókum fram á golfvöll þar sem við beygðum aðeins inn á hliðarafleggjara og viti menn það opnaðist hvílíkt útsýni að ég varð alveg dolfallin. Hélt í fyrstu að þessi vegur sem við vorum að fara lægi um svæði þar sem lítið landslag væi en annað kom nú í ljós. Ég ætla að leyfa ykkur að sjá hérna allar myndirnar af staðnum, sem vel að merkja heitir Arnarbæli. Það er aldeilis munur að búa hér því við ókum þarna um ýmsar sveitir og þegar við komum heim þá höfðum við aðeins verið í um klukkutíma í bíltúrnum.

arnarbaeli_1.jpg

arnarbaeli_2jpg.jpg

arnarbaeli_3.jpg

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

5 Responses to Góður bíltúr.

  1. afi says:

    Fegurð
    Vegir liggja til allra átta. Þakka þér fyrir að lofa okkur að fá innsýn í alla þessa fegurð. Við getum með sanni sagt: Takk fyrir skemmtilega ferð. Góða helgi.

  2. Þórunn says:

    Fegurð
    Þú ert dugleg við að sjá fegurðina alstaðar. Þeir eiga þetta sameiginlegt frændurnir að vilja vita hvert allir vegir liggja.
    Myndirnar eru allar góðar en sú síðasta er eins og málverk sem væri gaman að hafa á vegg hjá sér.
    Góða helgi.

  3. Linda says:

    Þarna eruð þið bara nánast komin inn á gafl á sælubústað fjölskyldu minnar.. hann er þarna rétt hjá, í Mýrarkotslandi..

    Þú ert ferleg að setja inn svona góðar myndir.. maður verður svo veikur og langar að koma heim..
    En það styttist í heimkomu..

  4. Svanfríður says:

    „vegir liggja til allra átta“….

  5. Gurrý says:

    Fínar myndir
    Mikið eru þetta fínar landslagsmyndir Ragna, það hefur nú aldeilis borgað sig að fara þennan rúnt. Hálf kuldalegt ennþá, vonandi er vorið ekki langt undan. Gaman að sjá krakkana í búningunum líka..

Skildu eftir svar