Allt er nú hægt að gera manni.

Ja, Sigurrós mín, er nú komið að klukki á mömmu. Ég sem hélt að ég myndi sleppa alveg við þetta klukkæði. En maður á aldrei að skorast undan þegar skorað er á mann svo ég læt mig hafa þetta.

4 störf sem ég hef unnið um ævina.

1. Sölustjóri í föndurvörum hjá Everest Trading Company heildverslun.
2. Ritari Páls S. Pálssonar hæstaréttarlögmanns.
3. Framkvæmdastjóri Völuskrín, verslun/heildverslun
4. Einkaritari Viðars Más Matthíassonar hæstaréttarlögmanns nú Prófessors við H’I.
 

4. bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur.

Nú kemurðu mér á gat því ég man aldrei nöfnin á þessum bíómyndum en tvær er ég alla vega örugg með.

1. Pretty Woman
2. Völundargöngin
3. Pass
4. Pass

4 staðir sem ég hef búið á

1. Skaftahlíð
2. Byfleet í Englandi
3. Kambsvegi
4. Sóltúni

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar

1. Spaugstofan
2. My family, frábært breskt grín.
3. Survivor
4. Njósnadeildin (Spooks) líka breskur

4 síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg.

Nú er ég líka svona nokkurn veginn á gati því ég er svo heimakær að ég flakka  nánast eingöngu á milli heimasíðna bloggvina minna og skoða engar aðrar síður daglega, oftast  þó

1. Mbl.is
2. Light a candle.
3. Ferðaupplýsingar – þegar könnuð er færð á Hellisheiðinni.
4.  Ljósmyndari.is

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum

1. Borgarfjörður Eystri og fleiri góðir staðir á Íslandi
2. England
3. Spánn
4. Bornholm

4 matarkyns sem ég held upp á 

1. Góð lambasteik
2. Fiskréttir
3. Kjúklingaréttir
4. Allir eftirréttir.

4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna 

Akkúrat núna í rigningunni og rokinu gæti ég hugsað mér að vera

1. á siglingu í Karabíska hafinu.
2. Hjá  Ingunni mágkonu í Bellingham USA
3. Hjá Þórunni og Palla í Portúgal
4. Komin upp í rúm að lesa. 

4 bloggarar sem ég skora á að svara þessari könnun: 

Nú vandast málið fyrir alvöru, ætli nokkur vilji  fá svona áskorun. Jæja, það kemur bara í ljós hverjar heimtur verða. Ég nefni nokkra af dyggustu bloggvinum mínum en hugsanlega er búið að klukka eitthvert þeirra.

1.  Þórunn netvinkona mín í Portúgal
2.  Afi einn dyggasti bloggvinurinn
3.  Linda góð bloggvinkona í USA
4. Svanfríður góð bloggvinkona í USA

                                                    ———————————

Jæja, Þetta hafðist svona einhvernveginn og nú ætla ég að láta það eftir mér að fara á stað númer 4 í "staðir sem ég vildi heldur vera á núna."

Ég segi bara Góða nótt og vöknum öll hress að morgni. 

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

7 Responses to Allt er nú hægt að gera manni.

  1. afi says:

    Vel gert
    Þetta er nú all nokkuð, geri aðrir betur.

  2. Þórunn says:

    Gott hjá þér
    Þú kemur manni oft á óvart Ragna, en þetta er bara saklaus leikur og ég ætla að gera mitt besta til að svara.

  3. afi says:

    Framhjá sér
    afi fer bara hjá sér, að vera nefndur á nafn á svona glæsilegri og flottri síðu, hjá svona glæsilegri og flottri frú. afi er alveg orðlaus. Takk samt.

  4. Linda says:

    Jahá.. ég verð víst að taka áskoruninni í þetta sinn, hef skorast undan þessu 2svar. Allt er þegar þrennt er, segir einhvers staðar..

  5. afi says:

    Vandi.
    Já það var svo sem búið að klukka afa. Þá tók hann það til ráðs að svara á auðveldan hátt á viðkomandi síðu. Nú er spurningin hvort gamli sleppi eins auðveldleg frá þessari áskorun?

  6. Ragna says:

    Ég vona svo sannarlega að ég sé ekki að valda ykkur áhyggjum og hugarangri með þessum áskorunum mínum. Þetta er nú, eins og Þórunn segir, einu sinni bara leikur og engar sektir við því að segja PASS.

  7. Sigurrós says:

    Já, þú verður að fá að vera með í leiknum, mamma mín 🙂 Það má ekki skilja útundan 😉 Þú kemst afar vel frá þessu, enda ekki við öðru að búast!

Skildu eftir svar