Og enn skín blessuð sólin.

Ekki man ég nokkurn tíman eftir svona miklum hita í maí, það var varla einu sinni á sumrin sem hitinn fór í 18 – 19 gráður. En það sem flestir muna þó í maí er hvað það var alltaf gott veður og sól þegar verið var að lesa fyrir prófin.

Þegar ég var að velta þessu fyrir mér þá fór ég að bera saman tímana þá og nú – já maður er kominn á þann aldur núna að vera með slíkar pælingar og lætur sér fátt um finnast þó manni sé sagt að það sé nú ekki hægt að vera að bera saman tímann núna og um miðja síðustu öld. En það er líka annað sem gerist með aldrinum, maður verður svo forhertur að maður lætur ekkert segja sér hvað má og má ekki í slíkum efnum.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar