Allt og ekkert.

Ég var að hugsa um það á sunnudaginn þegar við Guðbjörg fórum með krakkana í göngutúr, hvað það er mikill munur á stelpum og strákum. Oddur Vilberg og Karlotta voru bæði á hjólum. Karlotta hélt sig að mestu hjá okkur sem gengum með barnavagninn. Oddur hinsvegar hjólaði eins hratt áfram og hann mögulega gat og stoppaði svo lengst í burtu og pataði eitthvað út í loftið því þá vissi hann ekkert í hvaða átt við ætluðum að ganga. Svo komum við að þar sem nokkuð háir grashólar voru meðfram göngustígnum. Karlotta hélt sig sem fyrr í námunda við okkur en stubburinn, nei, hann þurfti að fara efst upp á hólinn og láta svo vaða niður.

Í gær skruppum við í bæinn og fórum í IKEA. Þarna sannaðist enn þessi munur. Við keyptum ís á leiðinni út og Karlotta stóð hjá okkur og borðaði ísinn sinn en Oddur sá stóa grjóthnullunga sem var raðað meðfram húsinu og hann rauk beint þangað og stiklaði á milli.

En svo er hjartað svo lítið og blítt í þessum ofurhugum. Við fórum með litla nafna minn til læknis og ég beið með krökkunum á biðstofunni á meðan Guðbjörg fór inn með hann. Karlotta og Oddur fóru strax að búa til turn úr kubbum sem þarna voru þegar ömmustubburinn kom svo allt í einu til ömmu og spurði hvort læknirinn myndi nokkuð meiða litla bróðir eða láta hann fara að gráta.
Já sem betur fer er hjartað á sínum stað og bæði fögnuðu litla bróður eins og þau hefðu ekki séð hann í langan tíma þegar hann 15 mínútum síðar kom út frá lækninum.

Það er ekkert alvarlegt að þeim litla en hann er mað sambland af ungbarnakveisu og bakflæði.

———————

Nú er kominn einn dýrðarinnar dagurinn enn og ekki við hæfi að sitja við tölvuna en drífa sig heldur út í góða veðrið. Í kvöld er ég svo að fara að gera svoldið skemmtilegt og tek þá myndir og segi kannski eitthvað um það á morgun.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Allt og ekkert.

  1. afi says:

    Peyjar og grallarar.
    Það skiptist svolítið í tvö horn með afapeyjana. Það á við bæði um syni og barnabörn. Helmingurinn miklir ofurhugar og grallarar, en hinir rólegheita sveinar. Svo er nú það. En hvað sumir eiga gott að geta horft útum glugga eða droppað út í sólina og vorið. Njóttu þess.

  2. Jói says:

    Enginn trúði mér
    þegar ég hló að því þegar þið undruðust fyrirferðina í Karlottu og sögðuð að drengur gæti sko ekki verið verri. Ég fullyrti að hún væri með rólegustu börnum ef miðað væri við drengi og var ekki trúað!

    Ef þið haldið að það sé erfitt að halda í við einn dreng, bíðið bara þar til Ragnar er kominn á ról!

  3. Linda says:

    Ég hef fengið fréttir af veðrinu sem hefur leikið um ykkur heima.. aldrei datt mér í hug að ég þyrfti að fara til Íslands til að komast í sól og hita.. Smá öfund hérna megin..

Skildu eftir svar