Gærdagurinn.

Við Haukur byrjuðum daginn á því að ganga í rúman klukkutíma. Við fórum rakleitt út á skógarstíginn sunnan við Selfoss og gengum hann og síðan fáfarnar götur, yfir Gestskóg og niður að á og meðfram ánni heim. Mikið var þetta hressandi og gott í morgunsárið.

Síðan var ýmislegt sem ég þurfti að stússast við eins og að færa allar plönturnar, sem ég er að gera tilraun til þess að rækta, út í góða veðrið til að viðra þær. Ég veit ekkert hvenær þær verða nógu sterkar til að skilja þær eftir úti svo ég er að færa alla pottana út á hverjum degi og taka þá svo inn að kvöldi ef það skyldi verða köld nóttin.

Eftir hádegið skruppum við í Reynistað, húsgagnabúðina hérna og vorum að athuga með rúm en þeir eru ekki með rúmin sem við erum að hugsa um að kaupa svo ekki eyddum við peningum þar.

Við fórum síðan í Grundartjörnina, en Haukur var að hjálpa Guðbjörgu með listana á eldhúsinnréttinguna og að setja ljósin neðan á skápana svo þetta verði nú einhverntímann alveg búið.

Svona tekur maður sig nú út við smíðavinnuna.

grund1.jpg

Krakkarnir voru að föndra

grund2.jpg

og auðvitað varð amma að taka nafna sinn í smá knús
og ömmustubburinn vildi líka fá ömmuknús. Það var ekkert mál því af nógu er að taka

grund3.jpg

Svo fór ég í kvöld í þriðju höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferðina. Ég get bara sagt að þetta er alveg magnað. Ég ætla að fara í fleiri skipti og fylgja þessu eftir og sé fram á að geta beinlínis svifið um í sumar og langt fram á vetur.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Gærdagurinn.

  1. Sigurrós says:

    Æ, hvað ég hlakka til að koma um helgina og fá eitthvað af öllum þessum knúsum sem eru í gangi á Selfossi 🙂 Fá stubbaknús og mömmuknús og bara allan pakkann 😉

  2. Svanfríður says:

    Mikið afskaplega ertu falleg amma.

  3. Ragna says:

    Knús
    Ég hlakka til að fá fleiri til að knúsa Sigurrós mín. Þú ert alltaf aðeins of langt í burtu en nú bætum við úr um helgina.

  4. Ragna says:

    Þakka þér fyrir Svanfríður mín. Þegar maður er með svona mannverur í kringum sig er ekki hægt annað en að ljóma.

Skildu eftir svar