Opnun málverkasýningar í gær og afmæli Hauks í dag.

Fyrst af öllu:

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Haukur. Hann á afmæli í dag. Elsku Haukur minn til hamingju með daginn.

haukur.jpg—————–

Í gærkveldi opnaði hann Jón Ingi mágur minn málverkasýninguna sína á Eyrarbakka. Við Haukur mættum auðvitað á staðinn og ég leyfði myndavélinni að koma líka.

Jón opnaði formlega sýninguna og lúðrasveit barna spilaði fjörug lög.

ludrasveitin.jpg

Þessi mynd höfðaði alveg rosalega til mín.

img_1640.jpgHér er listmálarinn á hvítri skyrtu fyrir miðri mynd

og Haukur til hægri í ljósum jakka.

img_1622.jpg

Svo bara varð ég að ganga þessi fáu skref sem þurfti, út um bakdyrnar og niður á sjávarkambinn til að sjá út á sjóinn og taka nokkrar myndir í kvöldblíðunni.

Hér má svo sjá allar myndir kvöldsins.

img_1626.jpg

fjaran.jpg

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

5 Responses to Opnun málverkasýningar í gær og afmæli Hauks í dag.

  1. Svanfríður says:

    Afmælisvísa Atla Heimirs finnst mér svo skemmtileg en þó man ég ekki hver gerði textann; afmæli þú átt í dag, út af því við syngjum brag. Sama daginn sem er nú, sannarlega fæddist þú. TIl hamingju með heilladaginn þinn, heillakarlinn minn. TIl hamingju með heilladaginn þinn, heillakarlinn minn! Kysstu karlinn frá bloggvinkonu í Chicago:) Þakka falleg orð á blogginu.

  2. afi says:

    Ljósmyndasýning
    Innilega til hamyngju með þetta allt saman. Kærar þakkir fyrir ljósmyndasýninguna. Bestu kveðjur til Hauks.

  3. Linda says:

    Innilega til hamingju með manninn elsku Ragna.. Þetta virðist hafa verið fallegur dagur, það sanna myndirnar þínar..
    Hafið það gott um helgina..

  4. Sigurrós says:

    Mig minnir að Þórarinn Eldjárn hafi samið textann sem um ræðir, Svanfríður. Er einhver hérna sem getur staðfest það?

  5. Þórunn says:

    Afmæliskveðja
    Hjartanlega til hamingju með daginn bæði tvö, Palli sendir líka kveðju til frænda. Myndirnar þínar eru næstum því eins og málverk, flottar myndir allt saman.

Skildu eftir svar við Linda Hætta við svar